Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2006 01:54

Uppsagnarmáli starfsmanns Snæfellsbæjar vísað frá dómi

Héraðsdómur Vesturlands hefur vísað frá dómi máli sem starfsmaður Snæfellsbæjar höfðaði gegn bæjarfélaginu vegna uppsagnar hans úr starfi. Starfsmaðurinn var ráðinn til starfa sem baðvörður í íþróttahúsinu í Ólafsvík árið 2001. Haustið 2005 fóru stjórnendur Snæfellsbæjar þess á leit að gerðar yrðu breytingar á vinnutilhögun bæjarstarfsmanna sem störfuðu við íþróttamannvirkin í Ólafsvík.

Starfsmönnunum var sagt upp störfum með bréfi 31. maí 2006 með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þær uppsagnir voru dregnar til baka vegna formgalla. Aftur var þeim svo sagt upp störfum 28. júní 2006.

 

Í uppsagnarbréfi var tekið fram að bæjarráð hafi ákveðið að breyta vinnufyrirkomulagi og að ráðið yrði aftur í störf að endurskipulagningu lokinni og að undangenginni auglýsingu. Lögmaður starfsmannsins og annarra þeirra starfsmanna sem sagt var upp óskaði eftir því við bæjarfélagið að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka en að öðrum kosti yrðu dómsmál höfðuð til ógildingar uppsagnanna og skaðabóta krafist vegna þess tjóns sem af þeim leiddi.

 

Umræddur starfmaður sótti um stöðu eftir að endurskipulagningu var lokið og var ráðinn í starf baðvarðar í september og hóf störf í október, áður en uppsögn úr starfinu tók gildi. Starfsmaðurinn stefndi bæjarfélaginu hins vegar og krafðist þess að uppsögnin yrði dæmd ólögmæt. Lögmaður Snæfellsbæjar krafðist þess fyrir dómi að málinu yrði vísað frá þar sem starfsmaðurinn ætti ekki lögvarða hagsmuni af málinu þar sem hann hefði verið endurráðinn. Lögmaður starfsmannsins mótmælti því og benti á að á tæpir þrír mánuðir hefðu liðið frá uppsögn til endurráðningar og það hefði verið mikill óvissutími því í raun  hefði búseta hans á Snæfellsnesi verið í hættu. Þessi röskun hefði valdið vanlíðan og einnig tjóni „jafnt fjárhagslegu sem ófjárhagslegu“ eins og segir í dómnum.

 

Í dómnum kemur fram að kjör starfsmannsins séu ekki lakari eftir endurráðningu og að því virtu geti dómur um lögmæti uppsagnarinnar engu breytt um vinnuréttarsamband aðila sem sé byggt á síðari ráðningarsamningi. Þá kemur einnig fram í dómnum að þótt fallist verði á það með starfsmanninum að ákvörðunin um uppsögn hafi í einhverju tilliti ekki verið lögum samkvæmt leiði ekki óhjákvæmilega af því að ákvörðunin sé ógildanleg. Sama niðurstaða þurfi heldur ekki að leiða til þess að sveitarfélagið sé bótaskylt. Var málinu því vísað frá dómi og ber hver aðili sinn kostnað af málinu.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is