Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2010 06:00

Þorláksmessa og Ketkrókur þrammar í bæinn

Við höldum áfram að húðnýta fróðleik Árna Björnssonar í Sögu daganna en þar minnist hann á skötu og skötuát, en henni og Ketkróki, tileinkum við daginn.  Skata var alþekktur Þorláksmessumatur með allri ströndinni frá Vestfjörðum og suðurfyrir Faxaflóa. Eindregnast var og er skötuát á Vestfjörðum, og þó öllu heldur skötustappa af kæstri skötu og mörfloti sem er bræddur hnoðmör.

Sumsstaðar var Þorláksmessuskatan elduð í soði af hangiketi og stöppuð saman við hangiflot. Á síðari áratugum hafa þónokkur veitingahús einnig haft skötu sem aðalrétt á Þorláksmessu og víða eru miklar skötuveislur í heimahúsum á þessum degi.

 

En hvort sem Ketkrókur reynir að nappa sér skötu, hangikjöt eða hvort hann reynir fyrir sér í nýrri réttum, er hann á leiðinni og við væntanlega tökum fagnandi á móti honum.

 

 

Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag. -
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.

Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is