Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2010 06:00

Loksins! Loksins! Kertasníkir er á leiðinni

Af tilefni morgundagsins er vel við hæfi að leita upp fróðleiksmola um kerti og kertagerð fyrr á tímum. Kertasteypa var eitt þeirra verka sem ljúka þurfti fyrir jólin. Hún var oftast með þeim hætti að sjóðandi vatni var hellt í strokk og bráðin tólg látin fljóta ofan á. Heitt vatnið hindraði að feitin storknaði. Snúnir voru kveikir úr ull, fífu og seinna innfluttu ljósagarni og þeim dýft í bráðna tólgina sem loddi við þá. Hún var látin storkna utan á þeim og síðan var dýft í eins oft og þurfti til að kertið yrði mátulega digurt. (Tekið úr Sögu daganna eftir Árna Björnsson).

 

 

 

 

 

Þá er Aðfangadagur loksins að nálgast og löng biðin senn á enda. Og rétt eins og við vitum hvað fyrsti jólasveinninn heitir, þekkir einnig hvert mannsbarn þann síðasta, en það er að sjálfsögðu hann Kertasníkir.

 

Þrettándi var Kertasníkir,
- þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.

Hann elti litlu börnin
sem brostu, glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.

 

Skessuhorn óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum, innilega gleðilegra jóla, með von um frið, kátínu og bros í hjarta, yfir hátíðarnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is