Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. desember. 2006 03:03

Þrjú sveitarfélög sameinast um háhraðanet

Þrjú sveitarfélög skrifuðu sl.  laugardag undir samstarfssamning við Hringiðuna um örbylgjuháhraðanet á sunnanvert Snæfellsnes. Sveitarfélögin sem að verkefninu koma eru Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Borgarbyggð. Það voru Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Eggert Kjartansson oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps og Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar sem undirrituðu samning við Guðmund Kr. Unnsteinsson frá Hringiðunni.

 

Við þetta tækifæri þakkaði Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar Hauki Þórðarsyni Lýsuhóli og Eggerti Kjartanssyni á Hofstöðum fyrir gott starf við að koma samningnum á.

 

Að sögn Guðmundar Kr. Unnsteinssonar hjá Hringiðunni verður kerfið líklega sett upp í janúar til mars og tenging komin á í júlí. Svæðið sem um ræðir er frá Hellnum að Hítará. Aðrir hlutar Borgarbyggðar verða að bíða fyrst um sinn.

 

Þeir félagar skýrðu frá því að sveitarfélögin hafa lengi unnið að því að koma þessum samningi á koppinn. Í upphafi var talað við Emax sem hefur verið með svipaða þjónustu víða á Vesturlandi. Þeir reyndust ekki geta boðið sambærileg gæði og hraða og er í samningnum við Hringiðuna. Áhugi var því ekki á frekari viðræðum við þá, “enda reynslan af þeirra þjónustu ekki eins og vænst var,” sagði Páll S Brynjarsson í samtali við Skessuhorn. “Krafan í samfélaginu í dag er að allir hafi aðgang að góðum og hröðum tengingum. Ferðaþjónustuaðilar finna mjög fyrir því ef samband þeirra við umheiminn, er lélegt, í þessum málum,” sagði Páll ennfremur.

 

Ástandið nú ekki viðunandi

 

Hvert sveitarfélag leggur tvær milljónir til verkefnisins og einnig koma að því fyrirtæki á svæðinu. Stofnkostnaður með öllum búnaði, netföngum og fleiru verður um fimmtán þúsund fyrir utan virðisauka og mánaðaráskriftin svipuð eins og í ADSL tenginu, um 4.900 krónur.

 

Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar sagði ástand þessara mála alls ekki viðundandi á landsbyggðinni. „Það er ekki hægt að bera á borð fyrir fólk það sem landsbyggðinni stendur til boða í dag. Þótt ljósleiðarinn liggi í gegnum sveitarfélögin virðist ekki vera hægt að fá aðgang að honum. Því er enginn áhugi á því að ræða við Símann. ISDN, sem átti að leysa allan vanda, gerir lítið í dag. Það er dýrt fyrir sveitarfélagið að nota þann búnað og við höfum talað um að við komum til með að spara það á tveimur árum sem við leggjum í þessa framkvæmd.” Í sama streng tók Páll Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar.

 

„Miklar kröfur verða gerðar um gæði,” segir Guðmundur Kr. Unnsteinsson frá Hringiðunni. “Við erum að bíða eftir svari frá Póst- og fjarskiptastofnuninni um að fá að nota nýtt tíðnisvið sem lítið hefur verið notað hér á landi áður. Það veltur á þeim hvort slíkt verður gerlegt. Við höfum fengið það staðfest utan úr heimi að þetta tíðnisvið verður notað í framtíðinni í meðal annars tölvugeiranum. Samningurinn sýnir þær framfarir sem hafa orðið á síðustu tveimur árum.”

 

Fórmenningarnir voru sammála um að ef allt færi eins og stefnt væri að, myndu aðrir koma á eftir. Ef leyfi fæst fyrir hinu nýja tíðnisviði verður um byltingu að ræða fyrir landsbyggðina.

BGK

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins. Frá vinstri eru Guðmundur Kr. Unnsteinsson, Eggert Kjartansson, Páll Brynjarsson og Kristinn Jónasson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is