19. desember. 2006 04:29
Gengið hefur verið frá riðlaskiptingu í A deild karla í deildarbikarkeppninni í knattspyrnu og leikur lið ÍA í 2.riðli ásamt Breiðablik, Fjölni, Fram, ÍBV, Keflavík, KR og Þrótti Reykjavík. Tveir riðlar eru í A deild og komast tvö efstu lið hvors riðils í úrslitakeppni. Lögð hafa verið fram drög að niðurröðun leikja riðilsins og samkvæmt henni verður fyrsti leikur lið ÍA sinn fyrsta leik 19. febrúar í Akraneshöllinni gegn liði Fjölnis.