Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2006 10:40

Skorradalshreppur og Helgafellssveit með lægsta útsvar

Íbúar í Skorradalshreppi og Helgafellssveit greiða á næsta ári lægsta útsvar sem lög leyfa eða 11,24%. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um staðgreiðslu opinberra gjalda á næsta ári. Sveitarfélög hafa heimild til að ákvarða útsvar á bilinu 11,24% til 13,03%. Af 79 sveitarfélögum ætla 61 þeirra að innheimta hámarksútsvar en 3 þeirra innheimta lágmarksútsvar. Meðalálagning útsvars á næsta ári verður 12,97%.

 

 

Af tíu sveitarfélögum á Vesturlandi innheimta sex þeirra hámarksútsvar, Akraneskaupstaður, Borgarbyggð, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Snæfellsbær og Dalabyggð. Eyja- og Miklaholtshreppur innheimtir 12,80% og Hvalfjarðarsveit innheimtir 11,61%.

 

Ef álagning útsvars er sett í annað tölulegt samhengi má nefna að hjón með 5 milljóna króna tekjur greiða rúmar 651 þúsund krónur í útsvar þar sem það er hæst en 562 þúsund krónur þar sem það er lægst. Munurinn er tæpar 90 þúsund krónur á ári eða tæpar 7.500 krónur á mánuði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is