Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2006 11:50

Sést ekki á dökkan díl við Ferjukot

Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferjukoti sagði að ekki sjáist á dökkan díl neinsstaðar, allt sé á floti í vatni. “Við erum bara fegin að hrossin voru ekki í flóanum. Það er farið að renna úr veginum áður en komið er að síkisbrúnum og eins á milli þeirra.”

Þorkell er fæddur og uppalinn í Ferjukoti og segir að þetta sé með því meira sem hann hefur séð. “Í svona miklum flóðum flæðir inn í kjallarann á gamla húsinu hér, sem stendur við bakka Hvítár. Ég man svo sem eftir því fjölskyldan sat í vatni að borða jólamatinn, en þá var yfirleitt ísrastir sem stífluðu ána, svo vatnið komst ekki leiðar sinnar. Því er vart að heilsa í þessu tilfelli. Við erum búin að kalla úr björgunarsveitina til að hjálpa okkur við að dæla upp úr kjallaranum á gamla húsinu. Föturnar eru ekki nógu afkastamiklar,” sagði Þorkell Fjeldsted Ferjukoti að lokum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is