20. desember. 2006 11:33
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Borgarnesi er mikið vatn í öllum ám þessa stundina. Loka þurfti Vesturlandsvegi í Norðurárdal frá klukkan níu í gærkveldi til klukkan sex í morgun vegna vatnavaxta í Norðurá, en vatn flæddi yfir veginn hjá Klettstíu, Hreimsstaði og við Kattarhrygg. Þar er nú opið og vel fært. Ferjubakkavegurinn er enn lokaður.