Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. desember. 2006 03:52

Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifar tíu nýstúdenta

Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifaði 10 nýstúdenta í dag og var þetta þriðja útskriftarathöfnin í sögu skólans. Fimm nemendur luku stúdentsprófi af náttúrufræðibraut, fjórir af félagsfræðibraut og einn útskrifaðist með viðbótarnám til stúdentsprófs. Í þetta sinn komu útskriftarnemar úr þremur sveitarfélögum á nesinu og fimm eru úr Stykkishólmi, fjórir úr Grundarfirði og einn úr Staðarsveit.

 

Oddný Assa Jóhannsdóttirnemandi á náttúrufræðibraut hlaut þrenn verðlaun við útskrift sína úr skólanum. Hún hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á stúdentsprófi, sem gefin voru af sveitarfélögunum sem eiga skólann þ.e. Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Stykkishólmsbæ og Snæfellsbæ, fyrir góðan árangur í íslensku frá Eddu-miðlun og fyrir góðan árangur í spænsku sem Fjölbrautaskóli Snæfellinga gaf. Verðlaun fyrir góðan árangur í líffræði hlaut Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut en gefandi þeirra var KB-banki.

 

Tveir útskriftarnema hafa stundað allt sitt framhaldsskólanám hér á Snæfellsnesi. Þetta eru Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir og Jón Óskar Ólafsson. Ingibjörg Eyrún stundaði nám í eitt ár við fjarnámssetur sem starfrækt var í Grundarfirði og Jón Óskar við útibú Fjölbrautaskóla Vesturlands í Stykkishólmi. Þegar Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók síðan til starfa hófu þau nám sitt hér. Báðir eru þessir nemendur að ljúka stúdentsprófi á þremur og hálfu ári.

 

Við athöfnina söng Guðlaugur Ingi Gunnarsson einn nýstúdenta og lék á hljóðfæri. Hann söng og lék ásamt félögum sínum þeim Erni Inga Unnsteinssyni og Sigmari Loga Hinrikssyni lagið „Another song“, sem þeir hafa samið og síðan söng hann við eigin undirleik á flygil skólans lagið „Cancer“ með hljómsveitinni „My Chemical Romance“.

 

Af hálfu starfsfólks skólans voru nemendur kvaddir af Hrafnhildi Hallvarðsdóttur félagsgreinakennara. Hún hefur átt nokkra samleið með hluta nemendanna þar sem hún var umsjónarkennari þeirra í grunnskóla og síðan kennari þeirra hér við skólann. Ingibjörg Eyrún, nýstúdent flutti kveðjuávarp til starfsfólks skólans fyrir hönd útskriftarnema.

Að dagskrá lokinni var gestum boðið upp á kaffiveitingar í boði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is