Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2006 08:58

Sprenging í uppbyggingu sumarhúsa í Borgarfirði

Skorradalur
Sumarhúsum í  Borgarfirði hefur fjölgað mjög hratt á undanförnum árum og ekkert lát virðist á þeirri uppbyggingu því nú liggja fyrir hjá skipulagsyfirvöldum beiðnir um deiliskipulag á mörgum byggingasvæðum með hundruðum lóða fyrir sumarhús sem ætlunin er að byggja á næstu árum. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins eru sumarhús í Borgarbyggð og Skorradalshreppi nú 1.780 talsins og hefur fjölgað um 121 á árinu eða tæp 7,3% og fjölmörg sumarhús eru nú í byggingu.

 

 Sem dæmi má nefna að á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar á dögunum voru samþykkt á þriðja tug byggingarleyfa fyrir sumarhúsum í sveitarfélaginu.

 

Hreppsnefnd Skorradalshrepps fjallar um þessar mundir um deiliskipulagstillögur þar sem gert er ráð fyrir byggingu langt á þriðja hundrað sumarhúsa en ekki er ljóst að sögn Davíðs Péturssonar oddvita hvort hægt verði að fallast á ýtrustu óskir í því efni. Hann segir ýmsar spurningar af skipulagslegum toga hafa vaknað vegna þessarar hröðu uppbyggingar. Meðal annars sú spurning hvenær dreifbýli verður þéttbýli á sumarbústaðasvæðum.

 

Unnið er að deiliskipulagi margra svæða í Borgarbyggð undir sumarhús auk þess sem lögð hafa verið drög að stækkun margra þeirra er fyrir eru. Er þar um að ræða allt frá nokkrum sumarhúsalóðum uppí svæði þar sem gert er ráð fyrir hundruðum bústaða. Erfitt er að gera sér grein fyrir fjölda þeirra sumarhúsalóða sem nú eru í undirbúningi í Borgarfirði en ljóst að samkvæmt ítrustu óskum eru þær gætu nálgast eitt þúsund. Má því ætla að uppbygging þessi kosti vel á anna tug milljarða króna.

 

Bygging sumarhúsa fylgja mikil umsvif í verktakaiðnaðinum að ekki sé minnst á þjónustu þá er veita þarf íbúum sumarhúsa.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is