Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2006 10:58

Dalabyggð útundan í GSM uppbyggingu

Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir því að ekki verði byggt upp GSM samband víða í Dalabyggð samkvæmt fyrirliggjandi áætlun Fjarskiptasjóðs. Nefnir sveitarstjórn sem dæmi Eiríksstaði, sem er helsti ferðamannastaðurinn í Dölum að mati sveitarstjórnar og vegurinn um Laxárdal sem er varaleið milli Vesturlands og Norðurlands.

 

 

Gunnólfur Lárusson sveitarstjóri í Dalabyggð segir það afar óheppilegt að ekki skuli hafa verið horft til þessara staða nú við uppbyggingu GSM kerfisins. Í því sambandi nefnir hann að mikilvægi vegarins um Laxárdals, sem tengingu milli Vesturlands og Norðurlands, hafi komið mjög vel í ljós þegar loka þurfti vegum í Borgarfirði vegna vatnavaxta. Því sé mjög brýnt að halda þessari leið vel við og búa hana nauðsynlegum öryggistækjum eins og GSM sambandi sem í dag er ekkert.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is