21. desember. 2006 11:45
Berglín ehf. bauð lægst í endurbyggingu 16,9 km kafla Útnesvegar frá Háahrauni að Saxhóli á Snæfellsnesi. Um er að ræða 6,5 m breiðan veg með klæðningu. Tilboð Berlínar ehf. var að upphæð rúmar 159,6 milljónir króna sem er aðeins 74,5% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem var að upphæð tæpar 214 milljónir króna. Alls bárust átta tilboð í verkið og athyglisvert er að öll voru þau undir kostnaðaráætlun. Það hæsta var frá Glaumi ehf. að upphæð tæpar 210 milljónir króna. Verkinu skal lokið 15. júlí 2009.