Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. desember. 2006 03:19

Góður fundur Borgfirðinga með umhverfisráðherra

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hitti í gær forsvarsmenn Borgarbyggðar og Landbúnaðarháskóla Íslands í húsakynnum háskólans á Hvanneyri. Á fundinum var ráðherra kynntar hugmyndir heimamanna á hugsanlegum flutningi Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúrugripasafns Íslands til Hvanneyrar.  

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur sveitarstjórn Borgarbyggðar boðið allt að 100 milljónum króna til þess að greiða fyrir flutningi stofnananna í sveitarfélagið en þær hafa sem kunngt er átt við mikinn húsnæðisvanda að etja og einnig hafa gripir safnsins verið í hættu.

 

Með ráðherra í för var meðal annarra Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar. Finnbogi Rögnvaldsson sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð segir þennan fund hafa staðið til um tíma en hafi komið til nú á mjög heppilegum tíma þegar rædd er framtíðarstaðsetning þessara stofnana. Finnbogi segir áhuga manna á þessu máli ekki nýjan af nálinni í Borgarfirði. „Hugsanlegur flutningur þessara stofnana hefur verið ræddur á vettvangi sveitarstjórna á svæðinu í á þriðja ár og málið hefur verið rætt við þrjá umhverfisráðherra“ segir Finnbogi.

 

Hann segir að heimamenn hafi kynnt hugmyndir sínar fyrir ráðherra og einnig það mikla uppbyggingarstarf sem fram hefur farið að undanförnu í háskólasamfélaginu á Hvanneyri og þá miklu rannsóknarstarfsemi sem þar fer fram. „Vegna starfseminnar á Hvanneyri og þeirrar uppbyggingar sem þar fer fram væru þessar stofnanir vel staðsettar á Hvanneyri og flutningur þeirra þangað myndi hafa í för með sér talsverð samlegðaráhrif“ segir Finnbogi. Hann segir fundinn hafa verið mjög góðan en engar ákvarðanir hafi verið teknar á honum og engin loforð hafi þar verið gefin um framhald málsins.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í upphafi fundarins og á henni eru f.v. Ólafur Arnalds prófessor, Einar Sveinbjörnsson aðstoðarmaður ráðherra, Jón Gunnar Ottósson

forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Finnbogi Rögnvaldsson sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, Þorvaldur T. Jónsson rekstrarstjóri LbhÍ, Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar, Sveinbjörn Eyjólfsson sveitarstjórnarmaður í Borgarbyggð, Bjarki Þorsteinsson forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar og Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is