Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2006 09:31

Giftusamleg björgun Ingunnar AK í Akraneshöfn

Starfsmönnum Akraneshafnar, félögum í Björgunarfélagi Akraness og starfsmönnum HB Granda tókst með harðfylgi að bjarga fjölveiðiskipinu Ingunni AK eftir að það slitnaði frá bryggju í slæmu veðri í gærkvöldi. Aðeins hársbreidd munaði að illa færi og skipið ræki út úr höfninni. Skipið er óskemmt og lóðsbáturinn Leynir einnig.

 

 

Á áttunda tímanum í gærkvöldi rifnaði upp einn af þeim bryggjupollum sem Ingunn var bundin við og við það komst los á skipið sem endaði með því að aðrar landfestar skipsins slitnuðu og rak skipið út höfnina. Mikil mildi þykir að skipið skyldi ekki rekast utan í Víking AK og Bjarna Ólafsson AK sem lágu einnig í höfninni.

 

Þegar Ingunni rak upp að hafnargarðinum, á leið sinni út úr höfninni, tókst starfsmanni HB Granda að krækja í eina landfesti og festa hana á bryggjupolla. Tókst með því að varna því að skipið ræki út úr höfninni. Um það leyti voru starfsmenn hafnarinnar komnir á vettvang á dráttar- og lóðsbátnum Leyni. Tókst þeim að koma skipinu að Sementsbryggjunni þar sem það var tryggilega fest. Ekki mátti tæpara standa því þá hafði Leynir fengið tóg í skrúfuna og missti við það afl.

 

Ekki munu hafa orðið skemmdir á Ingunni að öðru leyti en því að landgangur skipsins skemmdist. Skamma stund tók að losa úr skrúfu Leynis. Ingunn AK-150 er eitt glæsilegasta skip landsmanna. Það er 1.217 brúttórúmlestir að stærð smíðað í Chile árið 2000. Leynir er einn af nýjustu dráttar- og lóðsbátum landsmanna smíðaður í Hollandi árið 2000. Hann er tæpar 44 rúmlestir að stærð.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá Leyni við hlið Ingunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is