Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2006 11:01

Kaskó með lægsta vöruverð á Akranesi

Í verðkönnun sem Verkalýðsfélag Akraness gerði í gær á 50 vörutegundum í  fjórum verslunum á Akranesi kom í ljós að lægsta vöruverðið var í Kaskó. Hinar verslanirnar sem könnunin náði til voru Skagaver, Samkaup Strax og Krónan. Verslun Einars Ólafssonar neitaði að taka þátt í könnuninni. Tekið er fram í könnuninni að aðeins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki hafi verið lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

 

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að til þess að hægt væri að taka mark á verðsamanburði milli þessara verslana hafi reynst nauðsynlegt að fækka vörutegundum og miða hana eingöngu við þær tegundir sem fengust í öllum fjórum verslununum. Því sé könnunin miðuð við 28 vörutegundir.

 

Eins og áður sagði var matarkarfan lægst í Kaskó en þar kostaði hún 10.505 krónur. Í Skagaveri kostaði hún 11.653 krónur eða tæpum 11% hærri en í Kaskó. Í Krónunni kostaði karfan 12.163 krónur eða 15,78% hærra en í Kaskó og í Samkaup-Strax kostaði hún 13.591 krónu eða 29,37% hærra en í Kaskó.

 

Eins og fram kom í fréttum Skessuhorns ákvað Verkalýðsfélag Akraness að standa fyrir verðkönnunum meðal annars til þess að fylgjast með að boðuð lækkun virðisaukaskatts þann 1.mars 2007 skili sér til neytenda í lækkuðu vöruverði. Vilhjálmur segir að félagið muni á næstu dögum og viku gera reglulegar verðkannanir í verslunum á Akranesi til þess að fylgjast með verðlagsþróun félagsmönnum sínum sem og öðrum neytendum á Akranesi til hagsbóta.

 

Aðspurður hvort það rýri ekki niðurstöður könnunarinnar að ein stærsta matvöruverlsunin á Akranesi og sú rótgrónasta skuli ekki vera með í könnuninnni segir Vilhjálmur svo auðvitað vera. „Kannanir af þessu tagi eru auðvitað ekki gerðar nema með vitund og samþykki stjórnenda verslananna“ segir Vilhjálmur. Hann segir það hafa komið til umræðu innan félagsins að setja saman matarkörfu sem keypt yrði í öllum verslunum og þannig fengist samanburður milli allra verslana en ekkert hefði verið ákveðið í því efni. „Við vonum að innan tíðar taki allar þær öflugu verslanir sem hér starfa þátt í okkar verðlagseftirliti og staðfesti þannig þá virku samkeppni sem við trúum að hér ríki í verslun“ segir Vilhjálmur.

 

Hægt er að skoða niðurstöður könnunarinnar má sjá á þessari slóð á vef Verkalýðsfélags Akrness: http://www.vlfa.is/Files/Skra_0016604.xls

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is