Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. desember. 2006 12:30

Fjölbrautaskóli Vesturlands brautskráir 49 nemendur

Hópurinn sem brautskráðist frá FVA í gær. Mynd: fva.is
Í gær voru brautskráðir 49 nemendur frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Af félagsfræðabraut voru brautskráðir sextán stúdentar, af málabraut tveir stúdentar, af náttúrufræðibraut ellefu stúdentar, af námsbraut í húsasmíði brautskráðist einn nemandi, í rafvirkjun fjórtán nemendur, einn nemandi í vélvirkjun , einn nemandi af viðskiptabraut brautskráðist og þrír nemar með viðbótarnám til stúdentsprófs.

 

 

Að vanda hlutu nokkrir nemendur verðlaun og viðurkenningar fyrir árangur sinn. Daði Jónsson hlaut verðlaun fyrir bestan árangur útskriftarnema í verklegum greinum og fyrir góðan árangur í rafiðngreinum. Gunnar Smári Jónbjörnsson hlaut verðlaun fyrir störf að forvarnarmálum og Ívar Árnason hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í tölvufræðum. Þá hlaut María Mist Helgadóttir verðlaun fyrir góðan árangur í ensku, frönsku og í sálfræði og uppeldisfræði. Márus Lúðvík Heiðarsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í rafiðngreinum og Sigurlaug Ásmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í ensku. Þá hlaut Steinunn Eðvaldsdóttir verðlaun fyrir góðan árangur í dönsku og þýsku og Þór Daníel Hammer Ólafsson fyrir góðan árangur í rafiðngreinum.

 

Bestum árangri á stúdentsprófi náði Stefán Jóhann Sigurðsson og hann hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur í í ensku og dönsku.

 

Áður en útskriftarathöfnin hófst í gær lék klarínettukór Skólahljómsveitar Akranes og einnig léku Kristín Edda Egilsdóttir og Guðmundur Freyr Hallgrímsson saman á klarínett og píanó,  Karitas Ósk Ólafsdóttir og Birna Björk Sigurgeirsdóttir léku saman á flautu og píanó og Steinunn Eðvaldsdóttir söng við undrileik Birnu Bjarkar Sigurgeirsdóttur.

 

Hörður Helgason skólameistari kvaddi Þórólf Ævar Sigurðsson íþróttakennara sem lét af störfum við skólann í sumar eftir langan og farsælan kennsluferil. Færði hann Þórólfi listaverk að gjöf frá skólanum. Fyrir hönd útskriftarnema flutti Hafdís Mjöll Lárusdóttir ávarp. Við lok samkomunnar risu gestir úr sætum og sungu Bráðum koma blessuð jólin og því loknu þáðu gestir veitingar í boði skólans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is