23. desember. 2006 09:11
Rafmagnstruflanir hafa verið í nótt og í morgun á Snæfellsnesi, þar sem 66 kV línur stofnlínur hafa farið út vegna mikils vindálags. Fréttavefurinn mbl.is hefur það eftir starfsmönnum Rarik að truflanir hafi einnig verið á dreifilínum í Kjós og á Saurbæjarlínu í Dalabyggð. Að sögn Rarik er veður ennþá frekar slæmt og megi því búast við truflunum þar til veður lægir og sérstaklega í Grundarfirði vegna mikillar veðurhæðar í Kolgrafarfirði.