Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. desember. 2006 10:30

Annir hjá Björgunarfélagi Akranes - tekur á bæði menn og tæki

Annir voru hjá félögum í Björgunarfélagi Akraness í nótt og í morgun vegna óveðursútkalla og voru 10-12 menn á vakt hjá félaginu. Að sögn Ásgeirs Arnar Kristinssonar, formanns sveitarinnar var honum ekki kunnugt um alvarlega skaða í veðurhamnum. "Þetta voru mest gervihnattadiskar, jólaskreytingar og annað smálegt sem var á ferð og þurfi fólk víða aðstoðar við," sagði Ásgeir. Aðspurður segir Ásgeir að vinnuálag á björgunarsveitarfólk hafi verið æði mikið undanfarnar vikur: "Þetta hefur verið roknatörn hjá okkur mest út af óveðri það sem af er vetri. Við finnum að mannskapurinn er orðinn þreyttur. Einnig höfum við orðið fyrir nokkru tjóni á bílum, t.d. fuku hurðir á björgunarsveitarbíl upp og skemmdust í nótt og þegar allt er tekið í haust höfum við orðið fyrir talsverðu tjóni á tækjakostinum."

 

Ásgeir Örn segist vonast til að fólk taki vel í eina helstu fjáröflun félagsins sem er sala á flugeldum sem fer á fullt eftir jól og dagana til áramóta. "Ekki veitir okkur af, höfum bæði verið að fjárfesta í nýju húsnæði og þurfum að standa straum af háum rekstrarkosnaði þegar annir eru svona miklar," sagði Ásgeir að lokum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is