Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2006 11:00

Stofnaður verði klúbbur fyrir öryrkja á Akranesi

Vinnuhópur, sem skipaður var fulltrúum frá Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi(SHA) og Akraneskaupstað, um málefni öryrkja á Akranesi leggur til að stofnað verði klúbbhús fyrir öryrkja sem opið verði alla virka daga. Þar  verði iðjuþjálfi og félagsráðgjafi með fasta viðverutíma. Tilgangurinn er að auka færni öryrkja í daglegu lífi. Óskað er eftir því að bæjarfélagið útvegi húsnæði. Rekstrarkostnaður er áætlaður um sjö milljónir króna á ári.

 

Forsaga málsins er sú að SHA hefði árið 2005 frumkvæði að viðræðum við Akraneskaupstað um málefni öryrkja á Akranesi. Beindist athyglin að mestu að yngra og miðaldra fólki sem SHA hefur liðsinnt með eftirfylgd. Ráðgjöf og endurhæfingu og einnig skjólstæðingum félagsþjónustu Akraneskaupstaðar. Tilgangur viðræðnanna var sá að fá yfirsýn yfir hvaða þjónusta er til staðar fyrir þennan hóp og hvort hægt væri að bæta þá þjónustu.

 

Ákveðið var að skipa vinnuhóp sem færi yfir málið. Í störfum hópsins kom í ljós að í bæjarfélaginu er breiður hópur öryrkja með margvísleg vandamál meðal annars vegna líkamlegra sjúkdóma, geðsjúkdóma og þroskaraskana. Í kjölfarið voru þessir einstaklingar heimsóttir og kannaður áhugi þeirra og óskir um þjónustu. Einnig var kannað hvaða úrræði eru í boði í Reykjavík, á Selfossi og víðar.

 

Í tillögum hópsins er gert ráð fyrir að stofnaður verði nokkurs konar endurhæfingarklúbbur sem opinn sé alla virka daga frá kl. 8-16 „sem gerir þessu fólki kleift að auka færni sína í daglegu lífi með því að geta mætt í klúbbinn og gengið í ákveðin verkefni eða hlutverk að eigin ósk“ eins og segir í tillögum vinnuhópsins. Lagt er til að starfsmaður verði ráðinn í fullt starf sem sjái um daglegan rekstur og að SHA og Akraneskaupstaður leggi til húsnæði og ákveðna starfsmenn með fastan viðverutíma.

 

Með því að sækja klúbbinn verði fólki auðveldað að brjóta félagslega einangrun sína, auka virkni sína og færni við dagleg störf. Þannig verði fólki auðveldað að komast út á vinnumarkaðinn eða í nám. Í klúbbnum verði hægt að vinna að ýmsum verkefnum og einnig geti fólkið fengið aðstoð við nám og starfsþjálfun.

 

Eins og áður sagði er reiknað með að rekstur klúbbsins kosti um sjö milljónir króna á ári og að auk SHA og bæjarfélagins verði leitað til nágrannasveitarfélaga, Rauða kross Íslands, félagsmálaráðuneytisins, fyrirtækja og félagasamtaka. Vinnuhópurinn reiknar með að um tilraunaverkefni verði að ræða í 2-3 ár og síðan verði stefnt „að því að komast inn á fjárlög ríkisins, eins og dæmi eru um annars staðar“ segir í áliti vinnuhópsins.

 

Í vinnuhópnum sátu Sigurður Þór Sigursteinsson iðjuþjálfari heilsugæslu SHA, Sveinborg Kristjánsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Akraneskaupstaðar og Sigrún Ásmundsdóttir iðjuþjálfari endurhæfingardeildar SHA.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is