Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2006 12:15

Jákvæð afkoma af rekstri Grundarfjarðarbæjar

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti á dögunum með fjórum atkvæðum fjárhagsáætlun bæjarfélagsins og stofnana þess fyrir næsta ár. Samkvæmt henni verða skatttekjur sveitarfélagsins rúmar 270 milljónir króna, framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru áætluð rúmar 128 milljónir króna og aðrar tekjur rúmar 150 milljónir króna. Samtals eru tekjur því áætlaðar tæpar 549 milljónir króna. Samkvæmt áætluninni hækkað skatttekjur um 7,4% á milli ára.

 

 

Gert er ráð fyrir að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnana þess verði tæpar 254 milljónir króna. Annar rekstrarkostnaður er áætlaður tæpar 188 milljónir króna, afskriftir rúmar 40 milljónir króna og fjármagnsgjöld rúmar 59 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða er því áætluð jákvæð um tæpar 8 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði rúmar 96 milljónir króna og handbært fé frá rekstri verði rúmar 76 milljónir króna.

 

Í greinargerð Guðmundar Inga Gunnlaugssonar bæjarstjóra með fjárhagsáætluninni segir að til fjárfestinga á næsta ári verði varið rúmum 80 milljónum króna. Þar vega þyngst hafnarframkvæmdir en til þeirra verður varið um 50 milljónum króna og 10 milljónum króna verður varið til undirbúnings byggingar íþróttamiðstöðvar.

 

Þá kemur fram í greinargerðinni að gert sé ráð fyrir halla af rekstri ársins 2006 samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun og brýnt sé að snúa þeirri þróun við. „Rekstrarniðurstöður B-hluta stofnana er ekki viðunandi að undanskilinni fráveitu. Allt of mikill halli er á rekstri leiguíbúða og sorpmála. Á þessu þarf að taka á komandi misserum“ segir í greinargerðinni.

 

Þá segir að þrátt fyrir að staðan sé þröng og framkvæmdaþörf mikil verði leitast við að heildarskuldir hækki ekki meira „en brýna nauðsyn ber til í hlutfalli af heildartekjum“ eins og segir í greinargerð bæjarstjóra.

 

Bæjarfulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar. Í bókun minnihlutans er velt upp þeirri spurningu hvaða forsendur liggi að baki því að áætla hækkun skatttekna um 7,4% því samkvæmt útreikningi sambands sveitarfélaga muni þær hækka að meðaltali um 5,5% á milli ára. Er á það bent að landaður afli smábáta hafi til dæmis dregist saman um 800 tonn á milli ára og að landaður afli í Grundarfirði hafi minkað um liðlega tvö þúsund  tonn og engin teikn séu um að aflaheimildir munu aukast frekar á næsta ári, eða störfum fjölga umtalsvert.

 

„Þá segir minnihlutinn skuldastöðuna orðna „með því hæsta sem þekkist“ og því sé greiðslubyrði að skapi orðin of mikil og því ekki mikið svigrúm til framkvæmda nema með nýjum lántökum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is