Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. desember. 2006 01:00

Íbúum í strjálbýli fækkar um 8% á áratug

Á liðnum áratug hefur íbúum í strjálbýli á Vesturlandi fækkað um tæp 8%. Þann 1. desember 2006 voru íbúar í strjálbýli 2.741 að tölu samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands en þann 1. desember 1997 voru íbúarnir 2.979 og hafði því fækkað á þessum árum um 238 talsins eða um tæp 8% eins og áður sagði. Konum hefur fækkað mun meira á þessum tíma eða úr 1.391 í 1.240 eða um tæp 11% en körlum fækkaði á sama tíma úr 1.588 í 1.501 eða um rúm 5%.

 

 

 

 

Á sama tíma hefur íbúum á Vesturlandi fjölgað úr 13.934 í 15.025 eða um tæp 8% og hefur því hlutfall íbúa strjálbýlis lækkað úr rúm 21% árið 1997 í rúm 18% árið 2006. Talsverðar sveiflur hafa verið íbúafjölda í strjálbýlinu á þessum árum og má sem dæmi nefna að milli áranna 2002 og 2003 fækkaði íbúum úr 2.948 í 2.771 en milli áranna 2004 og 2005 fjölgaði þeim úr 2.743 í 2.748.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is