Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2006 12:57

Björgunarfélag Akraness býður til áramótabrennu

Eins og sjá má er brennan þegar orðin mjög stór og myndarleg.
Björgunarfélag Akraness, í samvinnu við Stafna á milli ehf. , hefur ákveðið að bjóða íbúum Akraness og Hvalfjarðarsveitar til áramótabrennu á gamlárskvöld í landi Kross í Hvalfjarðarsveit skammt innan við Akranes. Brennan hefst kl. 20.30 og mun hún að líkindum standa í um eina klukkustund. Góð aðstaða er til brennuhalds á svæðinu og gott aðgengi fyrir áhorfendur. Fólk er hins vegar hvatt til þess að skilja flugeldana eftir heima. Hafist var hana við hleðslu brennunnar í gær.

 

Ásgeir Örn Kristinsson formaður Björgunarfélagsins segir félagið standa að brennunni í samstarfi við Akraneskaupstað og Hvalfjarðarsveit enda nái starfssvæði félagsins til þessarra beggja sveitarfélaga. „Sú hugmynd vaknaði að bæta umgjörð áramótabrennu á svæðinu og við ákváðum að taka málið að okkur. Ætlunin er að þarna verði forsöngvarar sem leiði fjöldasöng í nokkrum lögum sem við hæfi er að syngja á kvöldi sem þessu. Með þessu viljum við skapa notalega kvöldstund fyrir alla fjölskylduna og ekki er verra að njóta útiverunnar að lokinni góðri kvöldmáltíð áður en fólk sest við áramótaskaupið.

 

Flugeldar eru sjaldnast langt undan þegar komið er gamlárskvöld. Ásgeir leggur hins vegar áherslu á að fólk skilji þá eftir heima þegar haldið er til brennunnar. „Flugeldar eiga ekki heima í fjölmenni og því biðjum við fólk að koma eingöngu til þess að njóta brennunnar því nægur tími verður til þess að skjóta upp flugeldum seinna um kvöldið“.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa björgunarsveitarmenn staðið í mjög ströngu og opna í dag flugeldasölu sína. Aðspurður hvort félagsmenn séu ekki að færast of mikið í fang með undirbúningi og framkvæmd áramótabrennu segir Ásgeir svo ekki vera. „Með þessu viljum við einfaldlega þakka fólki fyrir stuðning við okkur á árinu sem er að líða. Án stuðnings frá almenningi gætum við lítið sinnt þeim verkefnum sem kalla á okkur. Við vonum að sem flestir íbúar Akraness og Hvalfjarðarsveitar komi og gleðjist með okkur við brennuna“ segir Ásgeir Örn Kristinsson að lokum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is