Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2006 01:15

Akraneskaupstaður segir upp samningum við Hvalfjarðarsveit

Bæjarráð Akraness ákvað í morgun að fela bæjarstjóra að segja upp samstarfssamningum við Hvalfjarðarsveit og óska eftir viðræðum við sveitarfélagið um gerð nýrra samninga. Einnig hefur ráðið óskað eftir úttekt á kostnaðarskiptingu samninganna. Bæjarráðsmaður minnihlutans taldi ónauðsynlegt að segja samningum upp en eðlilegt sé að viðræður fari fram milli sveitarfélaganna.

 

 

 

Fyrri hluta þessa árs náðu fulltrúar Akraneskaupstaðar og fjögurra sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar, sem nú heitir Hvalfjarðarsveit, samkomulagi um samstarfssamninga um ýmsa þætti í rekstri sveitarfélaganna. Talsvert var tekist á um samningana í bæjarstjórn Akraness og lýstu fulltrúar þáverandi minnihluta bæjarstjórnar þeirri skoðun sinni að rétt væri að framlengja fyrri samninga þar sem stutt væri til sveitarstjórnarkosninga. Ekki var á það fallist og voru samningarnir undirritaðir 12. maí.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem þá voru í minnihluta bæjarstjórnar Akraness skipa nú meirihlutann ásamt bæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins. Á fundi bæjarráðs í morgun var bókað að samkvæmt viljayfirlýsingu sem gerð var samhliða undirritun samninga hafi verið gert ráð fyrir viðræðum að afloknum kosningum um nánara og víðtækara samstarf í ýmsum málum. „Bæjarráð telur eðlilegt að samhliða þeim viðræðum verði samningar á milli sveitarfélaganna endurskoðaðir hvað varðar kostnaðarskiptingu og önnur ákvæði samninganna, sér í lagi vegna mikillar uppbyggingar íþróttamannvirkja og tónlistarhúsnæðis“ segir orðrétt í bókuninni.

 

Því samþykkti bæjarráð að fela bæjarstjóra að segja upp umræddum samningum í samræmi við uppsagnarákvæði og óska eftir viðræðum um gerð nýrra samninga. Jafnframt var bæjarstjóra og bæjarritara falið að leita samninga við Viðskiptaþjónustu Akraness um úttekt á kostnaðarskiptingu samninganna.

 

Sveinn Kristinsson bæjarráðsmaður Samfylkingarinnar bókaði að engin reynsla væri komin á samningana sem undirritaðir voru í maí. Hann sagði eðlilegt að viðræður fari fram á milli sveitarfélaganna um kostnaðarskiptingu hverju sinni og lýsti yfir stuðningi við að slíkar viðræður færu fram. Hins vegar taldi hann ónauðsynlegt að segja samningunum upp.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is