Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. desember. 2006 02:32

„Hefði kosið aðra málsmeðferð“ segir sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segist undrandi á þeirri ákvörðun bæjarráðs Akraness að segja upp öllum samstarfssamningum Akraneskaupstaðar við Hvalfjarðarsveit. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns ákvað bæjarráð að segja samningunum upp en þeir voru undirritaðir í maí. Einar segist, ásamt oddvita Hvalfjarðarsveitar,  hafa verið kallaður til fundar við fulltrúa bæjarstjórnar Akraness í morgun þar sem þeim var gerð grein fyrir að tillaga um uppsögn yrði lögð fyrir bæjarráð.

 

 

Einar segist vera undrandi á þessari ákvörðun en hún sé hins vegar í fullu samræmi við þá samninga sem í gildi eru. Hann segir uppsagnarfrest samninganna í flestum tilfellum vera sex mánuðir og því sé nægur tími til stefnu til viðræðna. „Ég hefði hins vegar talið eðlilegra að teknar hefðu verið upp viðræður um hugsanlegar breytingar á samningunum áður en til uppsagnar hefði komið enda var rætt um það í viljayfirlýsingu sem undirrituð var í vor að taka upp viðræður um aukið samstarf sveitarfélaganna frekar en hitt„ segir Einar.

 

Aðspurður hvort sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar muni nýta þetta tækifæri til þess að skoða möguleika á því að taka hluta þessarar þjónustu í eigin hendur eða leita til annarra sveitarfélaga í því efni segir Einar enga ákvörðun hafa verið tekna í þeim efnum enda málið á frumstigi. Hann taldi þó líklegt að skoðanir íbúa Hvalfjarðarsveitar svipaðar og í vor enda hefði mikil vinna farið fram við samningagerðina fyrr á árinu. „Við bíðum róleg eftir því að kallað verði til viðræðna um málið og þá kemur fram hver vilji fulltrúa Akraneskaupstaðar er í málinu“ segir Einar að lokum.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is