Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2006 09:50

Uppsögn samstarfssamninga beinist að fjárhagslegum atriðum

Bæjarstjórinn á Akranesi segir ákvörðun bæjarráðs Akraness um uppsögn samstarfssamninga við Hvalfjarðarsveit fyrst og fremst byggða á fjárhagslegum forsendum. Áhugi bæjarstjórnar Akraness á samstarfi við nágrannasveitarfélögin hafi ekki minnkað og samstarfið muni án efa halda áfram og aukast frekar en hitt. Hann segir uppsögn ekki hafa verið knýjandi nauðsyn en skilvirkara hefði verið að segja samningunum upp.

 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns ákvað bæjarráð Akraness að segja upp öllum samstarfssamningum bæjarfélagsins við Hvalfjarðarsveit en þeir voru undirritaðir 12. maí á þessu ári. Jafnframt var óskað eftir viðræðum um gerð nýrra samninga og einnig var Viðskiptaþjónustu Akraness falið að gera úttekt á kostnaðarskiptingu samninganna.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi segir uppsögnina eingöngu koma til af fjárhagslegum ástæðum því núverandi meirihluti bæjarstjórnar telji kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna þurfa að breytast. Í því sambandi bendir hann á mikla og kostnaðarsama uppbyggingu íþróttamannvirkja og tónlistarhúsnæðis á Akranesi sem íbúar Hvalfjarðarsveitar nýti samkvæmt samstarfssamningunum. „Samstarfs þessara sveitarfélaga hefur um margt verið með miklum ágætum og það er síður en svo vilji til þess að minnka þau samskipti. Þvert á móti viljum við auka þau enn frekar og þau mál verða skoðuð í komandi viðræðum“ segir Gísli.

 

Aðspurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að reyna að ná samningum án uppsagnar segir Gísli að engin knýjandi þörf hafi verið á uppsögn. Bæjarráð hefði hins vegar talið eðlilegra og hreinskiptara að segja samningunum upp með þeim sex mánaða uppsagnarfresti sem um getur.  Slíkt tryggi skilvirkari vinnubrögð við samningagerð að sínu mati.

 

Eins og áður kom fram hefur Viðskiptaþjónustu Akraness verið falið að gera úttekt á kostnaðarskiptingu samninganna. Spurður hvort ekki hefði verið eðlilegra að slík úttekt færi fram áður en til uppsagnar kom segir Gísli svo ekki vera. „Með aðkomu Viðskiptaþjónustunnar sem óháðs aðila vildum við tryggja að sem bestar upplýsingar væru fyrir hendi þegar til samningagerðar kemur“ segir Gísli að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is