Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2006 11:25

Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti í gær með atkvæðum meiri- og minnihluta bæjarstjórnar fjárhagsáætlun bæjarfélagins og stofnana þess fyrir árið 2007. Samkvæmt henni verður reksturinn neikvæður um rúmar 35 milljónir króna. Heildartekjur bæjarfélagsins og stofnana þess eru áætlaðar tæpar 1.178 milljónir króna. Þar af eru skatttekjur tæpar 487 milljónir króna, framlög jöfnunarsjóðs rúmar 208 milljónir króna og aðrar tekjur tæpar 483 milljónir króna.

 

 

Laun og launatengd gjöld eru stærsti einstaki kostnaðarliðurinn eða rúmar 503 milljónir króna. Annar rekstrarkostnaðar er áætlaður tæpar 552 milljónir króna og afskriftir eru rúmar 62 milljónir króna. Fjármagnskostnaðurinn verður samkvæmt áætluninni rúmar 95 milljónir króna. Reiknað er með að handbært fé frá rekstri verði tæpar 109 milljónir króna.

 

Samkvæmt fjárhagsáætluninni verður rúmum 125 milljónum króna varið til fjárfestinga á árinu 2007. Má þar nefna að til hafnarframkvæmda verður varið um rúmum 92 milljónum króna og er hlutur hafnarsjóðs um 38 milljónir króna, til gatnagerðar verður varið um 25 milljónum króna og til byggingar hjúkrunarheimilis við Dvalarheimilið Jaðar verður varið 60 milljónum króna og er hlutur bæjarsjóðs í þeim framkvæmdum um 10 milljónir króna.

 

Eins og áður sagði greiddu bæjarfulltrúar J-listans, sem situr í minnihluta, fjárhagsáætluninni atkvæði. Í bókun sem þeir lögðu fram á fundinum kemur fram að starfs- og rekstrarumhverfi meðalstórra og smærri sveitarfélaga hafi stöðugt versnað síðastliðin ár og sveitarfélög hafi aukið skuldir sínar svo milljörðum skiptir, „á meðan ríkissjóður hefur rétt sinn hlut að miklu leiti á kostnað sveitarfélaga“ segir í bókun minnihlutans.   „Í ljósi þessa ætlum við ekki að leita að sökudólgum heima í héraði, heldur miklu frekar að sameina kraftana í bæjarstjórn Snæfellsbæjar fyrir því að breyting verði á högum sveitarfélaga við næstu Alþingiskosningar. Við teljum fjárhagsáætlunina fyrir árið 2007 eins vel úr garði gerða og hægt er miðað við aðstæður og gleðjumst yfir því að margar af okkar tillögum voru samþykktar“ segir orðrétt í niðurlagi bókunar minnihlutans.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is