Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2006 12:45

Skagamenn vilja breyta sýslumannsumdæmum

Bæjarráð Akraness hefur ítrekað fyrri samþykkt sína um að umdæmum sýslumannsembættanna í Borgarnesi og á Akranesi verði breytt á þann veg að umdæmið á Akrnaesi stækki á kostnað Borgarness. Var bæjarstjóra falið að koma þessum sjónarmiðum á framfæri við dómsmálaráðuneytið. Málið var tekið upp á fundi bæjarráðs þegar til umræðu var umsögn bæjarfélagsins á nýrri reglugerð um stjórnsýsluumdæmi sýslumanna og lögregluumdæmi lögreglustjóra, sem er í smíðum í ráðuneytinu.

 

 

Samkvæmt henni verða umdæmi sýslumannsembættanna þau sömu og verið hafa og nær umdæmi sýslumannsins í Borgarnesi að Hvalfjarðarbotni í suðri á móti lögreglu í Reykjavík og að Berjadalsá og Leyni í í suðri á móti lögreglu á Akrnaesi. Embættið á Akranesi nær hins vegar  yfir Akraneskaupstað og næsta nágrenni hans.

 

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir bæjarráð hafa talið rétt að ítreka nú þá skoðun bæjaryfirvalda á Akranesi að umdæmamörkum verði breytt á þann veg að þau nái frá Botnsá í Hvalfirði að Hafnará. Rökin séu einföld í þessu efni því lögreglan á Akranesi sé eðli málsins samkvæmt fljótari á vettvang á þessa staði en lögreglan í Borgarnesi. Með þessari breytingu yrði stóriðjufyrirtækin á Grundartanga og Hvalfjarðargöng innan umdæmis sýslumannsins á Akranesi. Það skipulag yrði mun skilvirkara og  þjónusta öruggari  þar sem um skemmri veg sé að fara bæði fyrir íbúa og lögreglu.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is