Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2006 04:30

Undirskrift samgönguráðherra fól ekki í sér skuldbindingu

Í bréfi sem Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu sendi bæjaryfirvöldum á Akranesi kemur fram að undirritun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á viljayfirlýsingu um samstarf um rekstur sérhannaðs ökukennslusvæðis á Akranesi hafi hvorki falið í sér þátttöku í rekstri svæðisins né úthlutun á sérleyfi eða einkaleyfi til starfseminnar. Jafnframt leggur ráðuneytið áherslu á að sem fyrst liggi fyrir hverjir eru tilbúnir til þess að taka að sér rekstur slíkra svæða á grundvelli reglugerðar sem ráðuneytið mun staðfesta á næstunni.

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni var viljayfirlýsing um formlegt samstarf til að undirbúa stofnun fyrirtækis um rekstur ökukennsluvæðis undirritað af Akraneskaupstað og Ökukennarafélagi Íslands þann 24. apríl og staðfesti Sturla Böðvarsson samgönguráðherra það sem undirritun sinni eins og segir í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu þann dag. „Verkefninu verður hrint í framkvæmd á næstu mánuðum í samstarfi við samgönguyfirvöld og aðra sem sinna umferðaröryggismálum“ segir orðrétt í fréttatilkynningunni.

 

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að undirbúningi málsins á Akranesi meðal annars með skipulagsvinnu. Fleiri höfðu þó áhuga á málinu og í frétt Skessuhorns síðla septembermánaðar kemur fram að samgönguráðuneytið hafi ákveðið að efna til forvals vegna hugsanlegs rekstur slíks svæðis. Með því væru valdir þeir aðilar sem keppa myndu um rekstur með einkaleyfi eða sérleyfi í huga í þrjú til fimm ár.

 

Í byrjun desember komu tveir starfsmenn ráðuneytisins til viðræðna við bæjarráð um málið. Bæjarráði fannst skýringar þeirra ekki fullnægjandi og óskaði ráðið eftir skýrum svörum samgönguráðherra um hvort staðið yrði við viljayfirlýsinguna eins Gunnar Sigurðsson forseti bæjarstjórnar komst að orði.

 

Í áðurnefndu bréfi Ragnhildar segir að þegar hafist var handa við smíði reglugerðar hófst hafi ekki legið fyrir hvort einhverjir væru tilbúnir til þess að hefja rekstur slíks svæðis á Íslandi og þess vegna hafi samstarf Akraneskaupstaðar og Ökukennarafélags Íslands verið „mikilvægt innlegg“. Jafnframt hafi ráðuneytið skoðað hvort sérleyfi til rekstrarins yrði veitt „þ.e. ef enginn eða aðeins einn aðili treysti sér til að fara í rekstur af þessum toga“ segir í bréfinu. Þegar í ljós hafi komið að nokkrir aðilar væru tilbúnir í rekstur sem þennan hafi allar hugmyndir um sérleyfi vikið.

 

Bæjarráð Akraness vísaði bréfi Ragnhildar til umfjöllunar starfshóps um ökugerði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is