Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. desember. 2006 02:20

„Uppsögnin rýrir álit manna á Akraneskaupstað“

Sveinn Kristinsson fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar í bæjarráði Akraness segir ákvörðun bæjarráðs um uppsögn á samstarfssamningum við Hvalfjarðarsveit með öllu tilefnislausa því engin reynsla sé komin á samningana sem undirritaðir voru í vor. Hann segir að mikil vinna hafi verið lögð í samningagerðina og niðurstaðan hafi virst ásættanleg  fyrir báða aðila en þannig eigi samningar á milli góðra granna að vera að sögn Sveins sem sat í meirihluta bæjarstjórnar Akraness á þeim tíma sem samningarnir voru gerðir.

 

 

Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að nýr meirihluti vilji endurskoða samninga segir Sveinn að við gerð samninga hafi verið jafnað kostnaði á milli sveitarfélaganna sem falli til vegna sameiginlegra málaflokka og hafi mismunandi forsendur verið notaðar eftir eðli þjónustunnar. “Um slíkar forsendur má alltaf ræða, sumar eru reikningslegar stærðir, aðrar eru huglægari og matskenndari“ segir Sveinn.

 

„Nú hefur meirihlutinn hins vegar sagt upp öllum samningum við Hvalfjarðarsveit og hyggst með því knýja fram aðrar niðurstöður. Meirihlutinn ákvað að beita valdi eins og honum er svo tamt og sýndi nágrönnum okkar mikla óvirðingu með því að kalla sveitarstjórann og oddvitann á teppið hálftíma fyrir bæjarráðsfund til að tilkynna þeim þetta. Þetta er gott dæmi um „opnu stjórnsýsluna“ þar sem ákvarðanir eru tilkynntar áður en þær eru teknar í bæjarráði“ segir hann og bætir við að fjótfærni og hugsunarleysi einkenni málið af hálfu meirihlutans.

 

Hann telur að nægur tími hafi verið til viðræðna því samkvæmt ákvæðum samninganna sé uppsagnarfrestur þeirra sex mánuðir miðað við áramót og því séu þeir ekki lausir fyrr en um áramót 2007/2008. Uppsögn nú hafi því sama gildi og uppsögn 30. júní á næsta ári. „Sú staðreynd staðfestir að þarna var hlaupið af stað, hrapað að öllu og málum klúðrað. Þetta er vond stjórnsýsla sem rýrir álit manna á Akraneskaupstað sem traustum viðsemanda“ segir Sveinn að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is