Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. desember. 2006 04:35

Nýr bátur; Kristinn SH kemur til heimahafnar í Ólafsvík

Í dag kom nýr og glæsilegur 15 tonna bátur Kristinn SH-712 til heimahafnar í Ólafsvík. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 38,  smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði. Báturinn er hærri en sambærilegir bátar sem Trefjar smíða, er hann t.d. dýpri og hærri en venjulegir bátar af þessari gerð en það er gert til þess að auka lestarrýmið og tekur báturinn 450 lítra kör í lest. Báturinn er allur hinn glæsilegasti og er frágangur til fyrirmyndar. Að sögn þeirra feðga Bárðar Guðmundssonar og Þorsteins Bárðarsonar, eigenda Breiðavíkur sem gerir Kristinn út, reyndist báturinn vel í prufusiglingunni og var ganghraði bátsins um 22 sjómílur og eru þeir feðgar mjög ánægðir með hann.

 

Vélin er af gerðinn Caterpillar og er hún 1050 hestöfl, ljósavél er af gerðnn Koler og er hún 21 kw. Siglingatæki eru af Simrad gerð og sá Mareind í Grundarfirði um ísetningu tækjanna. Einnig er báturinn búinn krapískerfi frá Kælingu.  Línukerfi er frá Beiti.

Að sögn Bárðar er báturinn einnig útbúinn bógskrúfum að aftan og framan og er þetta fyrsti smábáturinn sem er með þennann búnað. “Við prófun reyndust bógskrúfunar mjög vel og erum við einnig með AIS kerfi, sem auðveldar okkur af leggja línuna. Brú er vel búin tækjum og góð aðstaða er fyrir áhöfnina en það verða 4 í henni,” segir Bárður. Báturinn verður geður út á línu og segir Þorsteinn Bárðarson að þeir verða með landbeitta línu.

 

Texti og mynd: Alfons Finsson

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is