Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2007 09:31

Kaskó með lægsta vöruverðið á Akranesi

Lægsta vöruverðið á Akranesi er í verslun Kaskó samkvæmt verðkönnun sem Verkalýðsfélag Akraness stóð fyrir  í fjórum verslunum á Akranesi 29. desember. Er það í annað sinn á stuttum tíma sem félagið stendur fyrir könnun sem þessari. Með slíku verðlagseftirliti vill félagið fylgjast með verðþróun áður en virðisaukaskattur af matvælum verður lækkaður þann 1. mars 2007.

 

 

Alls var kannað verð á 45 vörutegundum en þar sem þær voru ekki til í öllum verslunum reyndist nauðsynlegt að fækka þeim niður í 36 vorutegundir. Innkaupakarfan var lægst í Kaskó en þar kostaði hún 14.547 krónur. Í Skagaveri kostaði hún 15.167 krónur eða 4,26% hærri en í Kaskó, í Krónunni kostaði karfan 15.912 krónur eða 9,38% hærri en í Kaskó og í Samkaup-Strax kostaði karfan 17.471 krónu eða 20,1% hærra en í Kaskó.

 

Í tilkynningu frá Verkalýðsfélagi Akraness segir að aðeins sé um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu einstakra verslana. Eins og í fyrri könnuninni neitaði Verslun Einars Ólafssonar að taka þátt.

 

Nánari upplýsingar um könnunina má finna á heimasíðu Verkalýðsfélagsins http://www.vlfa.is/Files/Skra_0016658.xls

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is