Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2007 10:21

Bragi Þórðarson sæmdur riddarakrossi

Forseti Íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson sæmdi á nýársdag Braga Þórðarson bókaútgefanda á Akranesi riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að bókaútgáfu og æskulýðsmálum. Auk Braga voru þrettán aðrir sæmdir riddarakrossi að þessu sinni. Bragi segir í samtali við Skessuhorn að oðruveitingin hafi komið honum þægilega á óvart. Hann hefur um áratuga skeið rekið Hörpuútgáfuna sem lagt hefur áherslu á útgáfu sígildra bóka. Má þar nefna ljóðabækur ævisögur, bækur um þjóðlegan fróðleik, héraðssögur og fleira.

 

 

 

Þá hefur Bragi starfað um áratuga skeið að félagsmálum. Hann hefur verið virkur um áratuga skeið í skátahreyfingunni og starfaði lengi í góðtemplarareglunni. Bragi var fyrsti formaður Æskulýðsráðs Akraness og sat lengi í bókasafnsstjórn á Akranesi. Bragi er heiðursfélagi Skátafélags Akraness og Félags íslenskra bókaútgefenda. Þá er hann einnig heiðursfélagi Oddfellowreglunnar. Hann hlaut árið 2004 heiðursverðlaun minningarsjóðs Guðmundar Böðvarssonar.

 

Samhliða útgáfustörfum hefur Bragi verið afkastamikill rithöfundur og hafa fimmtán bækur hans verið gefnar út.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is