Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. janúar. 2007 03:06

Lögreglubíllinn í Búðardal bilar tvisvar í mánuði

Lögreglubíllinn í Búðardal á kunnuglegum slóðum við bílaverkstæði.
Á dögunum varð alvarleg bilun í lögreglubílnum í Búðardal og stendur hann því nú við bílaverkstæði þar til varahlutir berast. Ekki væri þetta fréttnæmt nema vegna þess að þetta er 58. skiptið á síðustu tveimur árum sem bifreiðin bilar. Að jafnaði hefur því bíllinn verið á verkstæði tvisvar í mánuði. Viðgerðir hafa tekið mislangan tíma en ekki er óalgengt að þær hafi tekið tvær vikur.

 

 

Bifreiðin, sem er af gerðinni Isuzu Trooper árgerð 2000, kom notuð til Búðardals fyrir nokkrum árum og að sögn Jóhannesar Björgvinssonar varðstjóra var þá rætt um að hún yrði þar til bráðabirgða. Henni hefur nú verið ekið ríflega 272 þúsund kílómetra. Jóhannes segir að bifreiðin hafi nánast frá upphafi verið gallagripur hinn mesti og nefnir sem dæmi að 33 skipti á undanförnum tveimur árum hafi hún verið á verkstæði vegna alvarlegra bilana. Ekki hefur Jóhannes undir höndum tölur yfir viðgerðarkostnað en telur augljóst að hann sé gríðarlegur.

 

Jóhannes segist afar þreyttur á þessu ástandi því umdæmið sé stórt og því sé mjög mikilvægt að hægt sé að treysta einu lögreglubifreið embættisins. Hann segir mjög erfitt og hættulegt að að fara í forgangsakstur um slæma vegi á bifreið sem ekki sé hægt að treysta fullkomlega. Slíkt sé ekki ásættanlegt. Þegar lögreglubifreiðin hefur verið til viðgerðar hefur Jóhannes oft lagt embættinu til sinn eigin fjölskyldubíl. Hann segir það mikið neyðarbrauð sérstaklega vegna þess að slíkir bílar séu ekki tryggðir til forgangsaksturs.

 

Þessa dagana ekur Jóhannes á gamalli lögreglubifreið úr Borgarnesi en lögregluumdæmið í Búðardal var um áramótin fært undir lögreglustjórann í Borgarnesi. Jóhannes segist vonast til þess að ferli áðurnefndrar Isuzu Trooper bifreiðar sem lögreglubifreiðar ljúki sem allra fyrst og umdæminu verði sinnt með búnaði sem hæfi aðstæðum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is