Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2007 12:00

Byggingarkostnaður Akraneshallar kominn í hálfan milljarð

Byggingarkostnaður Akraneshallarinnar, fjölnota íþróttahússins á Jaðarsbökkum, er nú kominn í liðlega 498 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Akraneskaupstaðar. Framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar hefur til umræðu ýmsar endurbætur á byggingunni sem auka mun byggingarkostnaðinn enn frekar. Þegar samningar voru undirritaðir um bygginguna þann 6. maí 2005 var samningsupphæðin 375 milljónir króna samkvæmt alútboði.

 

 

Gengið var til samninga  við verktakann Sveinbjörn Sigurðsson ehf. „á grundvelli frávikstilboðs þar sem gert var ráð fyrir öflugra burðarvirki þaks og sökkla vegna hugsanlegrar einangrunar hússins síðar meir. Þessu til viðbótar var ákveðið að breyta gervigrasi skv. Fyrstu útboðsgögnum og var farið í dýrari grasgerð sem talin er þola betur álag“ sagði orðrétt í frétt Skessuhorns af samningsgerðinni árið 2005.

 

Á framkvæmdatímanum voru síðan teknar ákvarðanir um ýmsar breytingar sem aukið hafa kostnað við bygginguna og umhverfi hennar og við vígslu hússins í haust var tilkynnt að byggingarkostnaður hennar væri um 400 milljónir króna. Eins og áður sagði er hann nú liðlega 498 milljónir króna. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hefur framkvæmdanefnd mannvirkja rætt hvernig bæta megi mislitt þak hallarinnar og getur kostnaður við þær framkvæmdir numið tugum milljónum króna þó ekki sé ljóst á þessari stundu hver bera mun þann kostnað.  

 

Á fundi nefndarinnar þann 20. desember var tilkynnt að bæjarstjóri hefði veitt heimild til að gera frumathugun á kostnaði við að koma upp geymslum og salerni í höllinni með því að moka út úr tveimur bilum á hlið hennar. Þá eru ræddir möguleikar á því að koma upp snjóflóðavörnum við dyr hallarinnar og einnig hefur verið leitað eftir tilboðum í nýjar hurðir þar sem núverandi hurðir hafa fokið upp og valdið slysahættu.


Verði af þessum framkvæmdum er því ljóst að byggingarkostnaður Akraneshallarinnar á eftir að hækka enn frekar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is