Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. janúar. 2007 01:00

Fasteignasali greiði skaðabætur vegna galla

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt fasteignasala á Akranesi og fasteignasölu í hans eigu til að greiða kaupanda fasteignar 1.870 þúsund krónur og 800 þúsund krónur í málskostnað vegna galla. Seljandi fasteignarinnar var hins vegar sýknaður af bótakröfu kaupandans. Dómurinn taldi fasteignasalann hafa vanrækt skyldu sína til þess að kanna rækilega ástand eignarinnar og skipti þar engu þó kaupendur hefðu notið liðsinnis húsasmíðameistara við skoðun eignarinnar.

 

 

Viðskiptin með umrædda fasteign fóru fram um mitt ár 2002. Í söluyfirliti kom fram að halli væri á gólfum í húsinu. Við kaupsamningsgerð var kaupverð lækkað um 250 þúsund krónur vegna ástands á gluggum og gleri hússins. Í afsali, sem gefið var út í september 2002, kom fram að eignin væri seld í því ástandi sem hún var í þegar kaupandi tók við henni en hann hefði þá sætt sig við ástand hennar. Kaupendur héldu því fram að seljandi og fasteignasalinn hefðu sagt að gólfhallinn væri staðbundinn í sjónvarpsholi og gangi.  Þessu neituðu þeir báðir.

 

Kaupendur létu mæla húsið upp og kom þá í ljós að halli var um 17 cm á milli horna á endum og einnig hallaði húsið talsvert þvert í gegnum það. Seljendi og fasteignasalinn höfnuðu báðir að þeir bæru ábyrgð á göllum í eiginni. Höfðaði kaupandinn því mál og krafðist tæplega fjögurrra milljóna króna bóta auk málskostnaðar. Í dómnum segir að þar sem kaupendur gerðu ekki grein fyrir kröfu sinni til seljenda fyrr en í júlí 2003 hefðu þeir sýnt af sér tómlæti og var seljandinn því sýknaður.

 

Dómurinn taldi hins vegar að fasteignasalanum hefði borið skylda til að framkvæma sjálfstæða skoðun á eigninni „enda mátti honum vera ljóst að sennilega gat verið um verulegan galla að ræða og því ástæða til að kanna hvort um frekari annmarka gat verið að ræða sem tengdust gólfhallanum“segir orðrétt í dómnum. Var hann því eins og áður sagði dæmdur til að greiða kaupendum 1.870 þúsund krónur í bætur ásamt dráttarvöxtum og einnig 800 þúsund krónur í málskostnað.

 

Það var Benedikt Bogason héraðsdómari sem kvað upp dóminn og meðdómendur voru Maríus Þór Jónasson og Vífill Oddsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is