Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2007 10:30

Margt á döfinni í Reykhólahreppi

Í Reykhólahreppi var ýmislegt um að vera á nýliðnu ári. Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri tíundar í viðtali í Skessuhorni vikunnar helstu tíðindi ársins. Þar kemur m.a. fram að nýtt íþróttahús var tekið í notkun á Reykhólum á árinu og bætir það mannlíf og lífsskilyrði í hreppnum enda eru íbúar ánægðir með framtakið. Þá segir Óskar að hótel Bjarkalundur, elsta sumarhótel landsins, hafi skipt um eigendur á árinu þegar Stekkjarlundur ehf keypti af Bjarkalundi ehf.  Óskar segir endurbygging gamalla húsa mikla í Flatey. Minjavernd standi fyrir endurbyggingu þriggja húsa; Eyjólfspakkhúss, Samkomuhússins og Stórapakkhúss en þessi hús eru öll í eigu Reykhólahrepps.  Þegar hefur hluti húsanna verið endurbyggður og tekinn í notkun sem Hótel Flatey en það er í eigu Plássins ehf og Sæferða ehf.  

 

Í sumar var þar rekin veitingastaður og hótel og á næsta ári bætist verulega við gistirýmið þegar Eyjólfspakkhús verður fullendurbyggt en við þetta muni þjónusta við ferðamenn í Flatey aukast og batna verulega.

 

„Búið er að sækja um leyfi til þess að reisa 40 metra fjarskiptamastur og tækjahús í Flatey sem Neyðarlínan mun nota fyrir neyðarfjarskipti og einnig stendur til að mastrið verði notað fyrir GSM símaþjónustu.Við það stórbatnar farsímasamband á svæðinu og mun dekka stærra svæði við norðanverðan Breiðafjörð en margir sendar í landi.

Við þetta ákvað stjórn Fjarskiptasjóðs að hafa Flatey með í fyrsta útboði í uppbyggingu GSM sambands við þjóðvegi. Þetta verður til þess að GSM samband hér um slóðir batnar til muna fyrr en ella og mun t.d. ná til nærri því helmings leiðarinnar um Barðaströnd sem er GSM sambandslaust í dag“.

 

Á árinu sem er að líða hafa verið óvenjumiklar byggingaframkvæmdir í Reykhólahreppi.  „Nú eru í smíðum þrjú einbýlishús og eitt parhús á Reykhólum eða fimm íbúðir.  Þörungaverksmiðjan er að ljúka við stækkun verksmiðjuhússins og mun viðbyggingin hýsa pökkunarbúnað sem keyptur var af Kísilgúrverksmiðjunni við Mývatn.  Orkubú Vestfjarða er að ljúka við nýja dælustöð og einnig rofahús.  Bændur hafa verið duglegir að byggja nýtt og stækka útihús.  Stöðugt bætast við fleiri og fleiri sumarhús vítt um sveitina,“ bætir Óskar við.

 

Myndin er frá Flatey. Ítarlegra viðtal er við Óskar í Skessuhorni sem kom út í gær, miðvikudaginn 3. janúar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is