Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2007 12:15

Borgarpakkhúsið í Borgarnesi flutt

Húsið sem stóð á horni Egilsgötu og Brákarbrautar hefur verið flutt upp á Sólbakka til geymslu. Flestir sem hafa átt leið niður í eldri hluta Borgarness hafa tekið eftir þessu húsi sem í daglegu máli Borgnesinga hefur ýmist verið kallað Svarta húsið eða Borgarpakkhúsið.  Húsið var líklega reist milli 1920-1926 fyrir verslunarfélagið Borg og nýtt til ýmissa hluta m.a. sem sláturhús og pakkhús. Ákveðið hafði verið að rífa húsið en þeirri ákvörðun var breytt og húsið var flutt upp á Sólbakka rétt fyrir áramótin til geymslu.

Stefán Ólafsson húsasmíðameistari sá um að undirbúa húsið fyrir flutning og fékk síðan krana og bíl frá Loftorku til að koma því á geymslustað. Að sögn Stefáns var húsið ekki allt tekið, heldur rúmlega efri hæðin því neðri hluti hússins var neðan jarðar og þar var kominn fúi.

 

 

„Sá hluti sem var tekinn er alheill og ófúinn. Húsið er byggt í sama stíl og pakkhúsin í Englendingavík og pakkhúsin við Landnámssetrið.”

 

Í samtali við Skessuhorn sagði Finnbogi Rögnvaldsson, formaður byggðaráðs Borgarbyggðar að ekki hefði verið ákveðið hver framtíðarnotkun verður á húsinu. Kjartan Ragnarsson hjá Landnámssetri Íslands hefur hins lýst áhuga á því að fá húsið. Ekki standi til að láta húsið vera lengi uppi á Sólbakka og helst þyrfti að skipta um klæðingu á því í sumar, ef vel ætti að vera. Ákveðið hafi verið í sveitarstjórn að hirða húsið fremur en að rífa það úr því að einhver hafi lýst áhuga á því. „Það kostar þó mikið meira að hirða húsið en rífa og sveitarfélagið borgar það,” sagði Finnbogi.

 

Kjartan Ragnarsson sagði það rétt að áhugi væri á því að stækka Landnámssetrið. „Hins vegar er til samþykkt í stjórn setursins þar sem segir að engar ákvarðanir verði teknar fyrr en eftir tvö ár í meiriháttar fjárfestingum og það verður í maí árið 2008. Ef allt gengur upp er þetta spennandi leið. Það er okkar skylda að vera dugleg og útsjónarsöm í rekstri Landnámsseturs og gildir það um allar okkar ákvarðanir alla daga,” sagði Kjartan Ragnarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is