Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2007 07:12

Fjárskortur hamlar því að skógarbændur nái settum markmiðum

Í fréttabréfi Félags skógarbænda á Vesturlandi sem kom út nýlega er m.a. gerð grein fyrir árangri í plöntun skógarplanta hér í landshlutanum á nýliðnu ári. Þar kemur fram að alls voru gróðursettar á liðnu ári 820.000 plöntur og stiklingar, 593.000 um “vorið”, þ.e. í maí-júlí og 227.000 plöntur í ágúst-október í haustgróðursetningu. Óvenjuhátt hlutfall heildargróðursetningar var að þessu sinni um haustið. Stafar það af því að vorið var með eindæmum kalt enda frost flestar nætur í maí. Júní var illviðrasamur, kaldur og votur og vannst gróðursetningin illa af þeim sökum. Jafnframt höfðu kuldarnir í ágúst og september á sl. ári orðið til þess að hluti þeirra plantna sem framleiddar voru fyrir skógarbændur á Vesturlandi urðu síðbúnar. T.d. varð megnið af lerki ekki gróðursetningarhæft fyrr en í ágúst.

 

Afföll á uppeldisstöðvum plantna

Þótt illa hafi viðrað til vinnu við gróðursetningu var jafnan nægur raki í jörðu. Því má gera ráð fyrir, segir í fréttabréfinu, að afföll plantna sem gróðursettar voru fyrripart sumars hafi orðið lítil. Síðsumars- og haustgróðursetning gekk hins vegar afar vel.

Þótt aldrei hafi verið gróðursett meira á starfssvæði Vesturlandsskóga en þetta árið, hefði mátt komu mun fleiri plöntum í jörðu. Til stóð að gróðursetja tæplega eina milljón plantna þetta árið. Vegna affalla í gróðrarstöðvum varð niðurstaðan nær 20% minni gróðursetning en til stóð. “En segja má, að vandræðin í gróðrarstöðvum hafi komið sér vel fyrir Vesturlandsskóga að einu leyti: Fjárveitingar fyrir árið 2006 urðu mun minni en vonast hafði verið til. Því verður væntanlega farið yfir fjárlagaheimildir á árinu. Má nærri geta, að hefðu allar pantaðar plöntur skilað sér, hefði fjárhagsleg yfirkeyrsla orðið veruleg,” segir í bréfinu.

 

Margir á biðlista

Á öðrum stað í fréttabréfinu skrifar Sigvaldi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Vesturlandsskóga og fjallar m.a. um að fjárskortur hefti eðlilega fjölgun í röðum skógarbænda. Gefum Sigvalda orðið:

“Sem stendur eru 42 jarðir á biðlista hjá Vesturlandsskógum. Að vísu er það aðeins á 17 þeirra sem menn eru tilbúnir til að hefja framkvæmdir strax og Vesturlandsskógar geta gefið þeim grænt ljós. En þá er líka þess að geta að sökum fjárskorts hefur engin áhersla verið á útbreiðslustarfsemi af hálfu Vesturlandsskóga. Tel ég einsýnt, að miðað við núverandi fjölda skógarjarða á Vesturlandi gætum við gróðursett árlega hálfu fleiri plöntur í landshlutanum en nú er gert. Jafnframt væri hægt með útbreiðslustarfi að búa svo um hnútana að innan þriggja ára væri hægt að tvöfalda framkvæmdir frá því sem nú er. Mér sýnist því, að Alþingi og ríkisstjórn þurfi að taka sig saman í andlitinu og veita því fé til LHV, sem þörf er á, svo standa megi við markmiðið um að klæða 5% láglendis skógi á 40 árum. Til að það markmið geti náðst, þurfa fjárveitingar til Vesturlandsskóga og annarra síðbúinna landshlutaverkefna í skógrækt, s.s. Skjólskóga á Vestfjörðum, Norðurlandsskóga og Austurlandsskóga að gera gott betur en tvöfaldast á næstu 5 árum. Einnig þarf verulega aukningu til Suðurlandsskóga. Héraðsskógar munu hins vegar nokkurn veginn ná að standa við þau markmið, sem þeim voru sett í lögum, þótt fjárveitingar geri ekki betur en að halda í við verðbólguna næstu áratugina.”

 

Á myndinni er ný gróðursetningarvél í eigu Einars í Söðulsholti og Auðuns á Rauðkollsstöðum reynd á Söðulsholti í sumar. Guðmundur Sigurðsson starfsmaður Vesturlandsskóga situr við vélina.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is