Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2007 07:22

Leitað leiða til að ljúka endurbótum á Logalandi

Á fundi byggðaráðs Borgarbyggðar skömmu fyrir jól var tekið fyrir bréf frá stjórn Ungmennafélags Reykdæla þar sem félagið fer þess á leit að fá fjárstuðning frá sveitarfélaginu til að ljúka framkvæmdum við stækkun félagsheimilisins Logalands. Húsið er að öllu leyti í eigu UMFR og hefur svo verið frá fyrstu tíð. Elsti hluti þess er tæplega 100 ára gamall. Síðar var byggt við húsið árin 1928, 1945 og 1968. Fyrir um þremur árum síðan var síðan byggt ofan á flatt þak nýjustu álmu hússins um 240 fm. bygging sem nú er ríflega fokheld.

Þar er fyrirhugað að bæta við samkomusal, eldhúsi, búningaaðstöðu og fleiru sem styrkja mun t.d. leiklistarstarfsemi í húsinu. Þegar nýbygginging kemst í notkun aukast nýtingarmöguleikar hússins verulega og fleiri ólíkar samkomur og félagasamtök geta þá rúmast þar samtímis.

 

Að sögn Þórvarar Emblu Guðmundsdóttur, formanns UMFR er gert ráð fyrir að það kosti um 12 milljónir að ljúka framkvæmdum við bygginguna og nú sé leitað ásjár Borgarbyggðar um stuðning sem nemur allt að helmingi þess kostnaðar. “Við höfum leitað margra leiða til að fjármagna bygginguna og það er ljóst að róðurinn verður þungur þar sem rekstur félagsins og hússins er einvörðungu borinn uppi af áhuga- og sjálfboðaliðastarfi. Við leitum því til fyrirtækja um stuðning, banka um hagstæða lánafyrirgreiðslu og félagsmenn gera hvað þeir geta til að afla tekna með ýmsum samkomum og söfnunum meðal “Vina Logalands.” Stóri draumur okkar er að geta tekið nýtt og endurbætt hús í notkun á 100 ára afmæli Ungmennafélags Reykdæla í apríl árið 2008. Vonumst við þá til að geta á sama tímapunkti tekið nýtt og glæsilegt samkomu- og leikhús í notkun en það ætti að vera metnaður allra og meðal annars sveitarfélagsins að geta boðið upp á samkomur í myndarlegu félagsheimili eins og Logaland vissulega er,” segir Þórvör Embla í samtali við Skessuhorn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is