Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. janúar. 2007 05:36

eMax segist vera að spýta í lófana

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa íbúar í Hvalfjarðarsveit og Borgarfirði sem nýta sér þjónustu eMax ítrekað kvartað yfir lélegum tengingum undanfarið og segjast vera orðnir langþreyttir á ástandinu. Að sögn Hákons Óla Guðmundssonar, framkvæmdastjóra eMax kannast menn á þeim bæ við að ýmislegt hafi farið úrskeiðis undanfarnar vikur þótt stundum sé staðreyndin sú að vandinn liggi heima í tölvu notenda. „Við erum að vinna í því að laga það sem við mögulega getum en stundum þurfa góðir hlutir að gerast hægt. Við vissum ekki að sambandið hefði verið að slitna svona mikið hjá fólki eins og raun ber vitni.

 

Við erum að laga það með því að tengja fólk inn á netið annan hátt en verið hefur gert. Sama gildir um álagið. Við erum að setja upp búnað til að jafna það og til að koma í veg fyrir þetta gengdarlausa niðurhal sem sumir hafa stundað, öllum hinum til óhagræðis, því þá er hraðinn fyrir aðra svo lítill. Það er ekki bara hjá okkur sem þetta mikla niðurhal er til vandræða, sömu sögu er að segja héðan úr Reykjavík,” segir Hákon Óli. Hann segir að nú sé fyrirtækið búið að loka á suma neytendur, sem hafa ADSL, vegna misnotkunar á þessu. “Bandbreiddin er einnig að há okkur á sumum stöðum, eins og staðan er núna. Við skiptum við Vodafone þar sem það er svo dýrt að eiga viðskipti við Símann og þeir hafa ekki meiri afgang í bili,” segir Hákon Óli.

 

Búnaðurinn ekki úreldur

Aðspurður hvort ástandið á tengingum hjá eMax væri vegna þess að búnaðurinn væri úreltur, vildi Hákon alls ekki meina að svo væri. Hins vegar væri komin nýr staðall, svokallaður N-staðall, sem bæri mikið meiri hraða en sá sem eMax væri að nota. Þegar verðið lækkaði á honum myndi það án efa verða skoðað hvort hann yrði tekinn í notkun í staðinn. Talað hefur verið um að svo kölluð WiMax tækni sé að ryðja sér til rúms í örbylgjuheiminum og sé hún mikið skilvirkari og hraðvirkari en það sem notað er í dag. Hákon Óli sagði að enn sem komið væri séu engar tölvur sem nýti þann búnað, hinsvegar breytast þessir hlutir hratt og vera kunni að sú tækni verði ofan á þegar fram líða stundir. Þegar samningur var gerður við eMax á sínum tíma var talað um að jafnvel myndi vera hægt að fá sjónvarp og síma með þessari tækni. Hákon Óli segir að nú þegar sé hægt að nota síma í gengum tölvuna. “Margir eru að nota Skype eða sambærilegan búnað og það gengur vel. Hinsvegar er mun meira mál að koma sjónvarpi í gegn. Við höfum verið með tilraunaútsendingar og þurfum mun meiri bandbreidd og þar af leiðandi hraða til að ná þokkalegri mynd. Eins og staðan er núna verður það ekki í boði fyrir þorra þeirra sem kaupa þjónustu af okkur,” sagði Hákon Óli Guðmundsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is