Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2007 10:45

Óskar rökstuðnings fyrir ráðningu verkefnastjóra

Einn af umsækjendum um stöðu verkefnastjóra æskulýðs- og forvarnarmála hjá Akraneskaupstað, Steinunn Eva Þórðardóttir, hefur óskað eftir því að bæjarráð Akraness rökstyðji og skýri ákvörðun um ráðningu Heiðrúnar Janusardóttur í starfið. Bæjarráð hefur falið sviðsstjóra fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs og tómstunda- og forvarnarnefnd að gera tillögu til bæjarráðs að rökstuðningi. Um stöðuna sóttu 10 manns og mælti tómstunda- og forvarnarnefnd samhljóða með ráðningu Heiðrúnar.

 

 

Í bréfi sem Steinunn Eva sendi bæjarráði segir að þrátt fyrir að menntun hennar og starfsreynsla hafi mjög fallið að starfinu eins og því var lýst í auglýsingu hafi umsókn hennar verið hafnað. Bendir hún sérstaklega á reynslu sína við forvarnir í því sambandi. Hún er með BA próf í sálfræði og kennsluréttindi bæði á framhaldsskóla- og grunnskólastigi. Þá hefur hún sótt endurmenntunarnámskeið í sálfræði og forvörnum um það bil fjórum sinnum á ári undanfarin 10 ár og hefur að sögn auk þess sótt margar ráðstefnur og fundi sem varða forvarnir. Hún er nú í mastersnámi í lýðheilsu en slíkt nám telur hún að hljóti að vega mjög þungt við mat á hæfni umsækjenda.

 

„Ég tel þetta nýja starf vera gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið hér á Akranesi og því afar miklu skipta að við val á þeim sem starfið fær sé byggt á málefnalegu og vönduðu mati á hæfni umsækjenda.“ segir orðrétt í bréfi Steinunnar Evu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is