Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. janúar. 2007 05:00

Þrettándabrennur og kynjaverur fara á stjá

Það líður að Þrettándanum og brennur munu víða loga af því tilefni. Þá er einnig líklegt að hvers kyns kynjaverur og vættir muni láta á sér kræla og mæta til leiks. Grundfirðingar ætla sér að koma saman í Hrafnkelsstaðabotni, laugardaginn 6.janúar, kl. 20:00, kveikja brennu, syngja dátt og taka á móti þeim verum, sem þar munu mögulega láta sjá sig.

 

Í Ólafsvík er siður á Þrettándanum að börn gangi hús úr húsi og sníkji sælgæti. Þau munu eflaust viðhalda þeirri hefð auk þess sem þau og fullorðnir skella sér á brennu staðarins. Uppákoman hefst með blysför frá Fiskasafninu kl. 17:00 og verður gengið að brennunni við Hvalsá og áætlað að kveikja upp í henni hálftíma síðar. Um  kl.18:00 verður síðan tilkomumikil flugeldasýning, þar sem Grýla og Leppalúði hafa boðað komu sína.

 

Í Borgarbyggð verður brenna og flugeldasýning á Seleyri kl. 18.00 og fyrir flugeldasýninguna mun sönghópur unglinga syngja nokkur jóla- og áramótalög undir stjórn og við undirleik Steinunnar Árnadóttur.

 

Stundvíslega kl. 16:00, á laugardegninum, verður blysför og brenna á Akranesi og verður þrammað með gleði og söng í farteskinu, að þyrlupallinum á Jaðarsbökkum en þar verður stiginn álfadans. Fyrir göngunni fara kóngur, drottning, álfar, Grýla, Leppalúði, jólasveinar og fleiri vættir.  Flugeldum verður skotið á loft kl. 17:00 en að því loknu verða kynnt úrslit í kjöri íþróttamanns Akraness 2006. Íþróttabandalag Akraness býður bæjarbúum í Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum, þiggja veitingar og fylgjast með athöfninni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is