Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. janúar. 2007 02:14

Ingvaldur Magni Hafsteinsson er Íþróttamaður HSH 2006

Í hálfleik á leik Snæfell- KR í meistaradeildinni sl. fimmtudag voru veittar viðurkenningar til íþróttamanna HSH. Íþróttamaður HSH 2006 er Ingvaldur Magni Hafsteinsson, Snæfelli hann var jafnframt kosinn körfuboltamaður HSH 2006. Ingvaldur Magni hefur verið máttarstólpi úrvalsdeildarliðs Snæfells í körfuknattleik síðastliðið keppnistímabil.  Hann átti mjög gott tímabil með Snæfelli á árinu og er afar öflugur bæði sem varnar- og sóknarleikmaður. Það er ekki síst ástundun og dugnaður sem skilað hefur honum á þann stall sem hann er í dag sem körfuknattleiksmaður í fremstu röð á Íslandi.

 

Ingvaldur Magni er góður og skemmtilegur liðsmaður bæði innan sem utan vallar og afar góð fyrirmynd ungra sem aldinna í hvívetna. Hann var valinn besti varnarleikmaður Íslandsmótsins síðastliðið vor og einnig valinn í fimm manna úrvalslið tímabilsins, af leikmönnum og þjálfurum allra hinna liðanna í úrvalsdeildinni. Betri vitnisburð um árangur er varla hægt að hugsa sér í íþróttum.

 

Aðrir sem hlutu viðurkenningar HSH voru:

Blakmaður HSH er Sædís Alda Karlsdóttir, UMFG.

Frjálsíþróttamaður HSH er Geirmundur Vilhjálmsson, UMFG.

Hestaíþróttamaður HSH er Ísólfur Líndal Þórisson, Snæfellingi.

Íþróttamaður fatlaðra hjá HSH er Jón Oddur Halldórsson, Reyni.

Knattspyrnumaður HSH er Einar Hjörleifsson, Víkingi.

Kylfingur HSH er Rögnvaldur Ólafsson, Golfkl. Jökli.

Sundmaður HSH er María Alma Valdimarsdóttir, Snæfelli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is