Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. janúar. 2007 04:28

Fæðingamet fallið hjá SHA

Á nýliðnu ári var fæðingamet kyrfilega slegið á Sjúkrahúsinu og heilsugæslustöðinni á Akranesi. Alls fæddust 238 börn þar á árinu. Árið í fyrra var einnig metár en þá fæddust 227 börn, eða einu fleira barn en árið 1973 sem fram að því hafði verið metár í fæðingum á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum frá SHA hefur talsverð aukning orðið á fæðingum hjá konum sem lögheimili eiga utan Akraness, einkum úr nágrannabyggðarlögunum Mosfellsbæ og Reykjavík. Þá vekur athygli hlutur kvenna úr Húnaþingi vestra. Konur með heimilisfesti í því sveitarfélagi hafa í ár fætt 19 börn en 17 þeirra fæddust á Akranesi. 

 

Fyrsta barn þessa árs hér á Vesturlandi fæddist á SHA í gær, 2. janúar þegar hjónunum Hafdísi Böðvarsdóttur og Arnaldi Loftssyni fæddist myndarstúlka. Sú litla er 53 cm. löng og 3940 gr. að þyngd. Hún er þriðja barn hjónanna sem búsett eru í Garðabæ, en Hafdís er Akurnesingur að uppruna.

 

“Ég hef átt öll mín börn hér á Akranesi og ekkert annað kom til greina en að eiga hana hér. Hér er frábært að vera, gott starfsfólk, mátulega lítið og heimilislegt umhverfi og hér líður manni vel,” sagði Hafdís í samtali við Skessuhorn. Á myndinni eru hinir nýbökuðu foreldrar ásamt eldri systkinunum

Valdísi sex ára og Bjarka þriggja ára.

 

“Við bjuggumst við að fæðingarmetið frá því í fyrra yrði slegið aftur og ég gerði ráð fyrir um 230 börnum. Ég bjóst hinsvegar ekki við því að við færum þetta langt umfram það og er það óvænt ánægja og vísbending um að orðspor fæðingadeildarinnar sé jákvætt og fyrir það erum við þakklát,” sagði Anna Björnsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar SHA í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is