Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2007 10:19

Grundartangakórinn heldur í víking

Grundartangakórinn undirbýr nú tónleikaferð til Ítalíu í lok júní og verður það fimmta utanferð kórsins á þeim rúmum 26 árum sem liðin eru frá stofnun hans. Kórinn er karlakór og hefur alla tíð starfað innan Starfsmannafélags Íslenska járnblendifélagsins ehf. og einnig eru í kórnum starfsmenn Klafa ehf., G.T.-tækni ehf. og Fangs ehf. Í kórnum eru nú 20 söngvarar af um 190 manna starfsliði áðurnefndra fyrirtækja.

 

 

Í utanferð sinni nú mun kórinn halda á slóðir Kristjáns Jóhannssonar í norðurhluta Ítalíu. Þar mun kórinn halda tónleika á völdum stöðum og nota um leið tækifærið til þess að komast í kynni við þarlenda kóra og kynnast starfi þeirra af eigin raun.

 

Á þeim rúma aldarfjórðungi sem kórinn hefur starfað hefur hann haldið fjölda tónleika innan lands sem utan. Má þar nefna tónleikaferðir til Noregs, Svíþjóðar og Kanada. Þá hefur hann einnig komið fram í sjónvarpsþáttum og árið 1991 gaf kórinn út geisladisk og einnig átti hann lög á safnplötu sem kom út sama ár.

 

Stjórnandi kórsins er Atli Guðlaugsson og undirleikari er Flosi Einarsson. Formaður Grundartangakórsins er Hlynur Sigurbjörnsson.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is