Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. janúar. 2007 03:56

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ósátt með svör Jöfnunarsjóðs

Heiðarskóli.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með svör félagsmálaráðuneytisins, fyrir hönd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, um þátttöku sjóðsins í byggingu leik- og grunnskóla í sveitarfélaginu. Einnig er óánægja með þá möguleika sem sjóðurinn nefnir í staðarvali grunnskóla. Hefur sveitarstjóra og oddvita verið falið að óska eftir viðræðum við ráðuneytið vegna málsins.

 

 

Eins og kunnugt er sameinuðust fjögur sveitarfélög sunnan Skarðsheiðar á síðasta ári í nýtt sveitarfélag, Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt reglum um starfsemi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga er honum heimilt að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga með fjárframlögum. Í ágúst á liðnu ári óskaði Hvalfjarðarsveit eftir stuðningi sjóðsins vegna byggingar leikskóla og grunnskóla í hinu nýja sveitarfélagi og var þar vísað í reglur sjóðsins sem segja honum heimilt að veita fjármagni til að stuðla að endurskipulagningu þjónustu og stjórnsýslu sveitarfélaga í allt að fimm ár frá sameiningu.


Ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðsins tók umsóknina til umfjöllunar og að hennar tillögu fór fram úttekt á líklegri þróun sveitarfélagsins næstu fimm árin. Í úttektinni var talið eðlilegt að miða við að íbúum sveitarfélagsins myndi fjölga um 13% á næstu fimm árum og þar af leiðandi myndi nemendum í Heiðarskóla fjölga úr 115 í 130 á næstu árum. Jafnframt taldi nefndin eðlilegt að afskrifaðir væru 300 fermetrar af húsnæði skólans á 2. og 3. hæð, þar sem áður var heimavist, því það rými gæti aldrei nýst að fullu sem skólahúsnæði. Samþykkti ráðgjafanefndin því að leggja til 50% þátttöku sjóðsins í byggingu 300 fermetra húsnæðis miðað við normkostnað að upphæð rúmar 44 milljónir króna. Hlutur sjóðsins í þeirri framkvæmd yrði því rúmar 22 milljónir króna. Þá segir í bréfi Jöfnunarsjóðsins: „Það er val sveitarfélagsins hvort samþykkt kostnaðarþátttaka sjóðsins verði nýtt í nauðsynlega viðbyggingu Heiðarskóla eða til nýrra grunnskólaframkvæmda í Krosslandi. “

 

Að sama skapi telur sjóðurinn rétt að taka þátt í byggingu 233 fermetra húsnæðis fyrir leikskóla og er þar um svipaðar tölur að ræða í kostnaði. Þá segir að miðað sé við viðbyggingu leikskólans Hagamel í Melahverfi og við nýjan leikskóla í Krosslandi. Samtals nemur því þátttaka sjóðsins í framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit rúmum 43 milljónum króna.

 

Einar Örn Thorlacius sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar segir að íbúar hafi beðið lengi eftir svari félagsmálaráðuneytisins enda sé Heiðarskóli í ófullnægjandi húsnæði. Því hafi svar ráðuneytisins valið vonbrigðum því vonast hafi verið eftir mun hærri upphæð, sérstaklega í ljósi þeirra loforða sem gefin voru af stjórnvöldum þegar hrepparnir sunnan Skarðsheiðar „gengu á undan með góðu fordæmi“ eins og stjórnvöld orðuðu það, þegar sameining þeirra var ákveðin.

 

„Að auki er óskiljanlegt hvað ráðuneytið á við þegar það nefnir einungis tvo kosti sem í umræðunni eru með byggingu skólabygginga í sveitarfélaginu og sleppir þriðja möguleikanum sem væri nýbygging í Melahverfi“ segir Einar Örn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is