Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2007 09:14

Íþróttasjóður veitir styrki til Vesturlands

Íþróttasjóður hefur veitt styrki til verkefna á sviði íþrótta fyrir árið 2007. Sjóðnum er ætlað að veita styrki til sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana, til útbreiðslu og fræðsluverkefna og til íþróttarannsókna. Alls bárust sjóðnum 155 umsóknir um styrki að upphæð 157 milljónir króna. Sjóðurinn veitti nú 91 styrk að upphæð 19,2 milljónir króna.

 

 

Fimm íþróttafélög á Vesturlandi hlutu að þessu sinni styrki. Golfklúbburinn Jökull í Ólafsvík hlaut 300 þúsund króna styrk til kaupa á ýmsum áhöldum. Keilufélag Akraness hlaut 100 þúsund króna styrk til kaupa á ýmsum áhöldum. Skotfélagið Skotgrund í Grundarfirði hlaut 200 þúsund króna styrk vegna byggingu skýlis og eflingu unglingastarfs. Ungmennafélag Reykdæla hlaut 250 þúsund króna styrk til kaupa á gólfdýnum og Ungmennafélagið Víkingur í Ólafsvík hlaut 200 þúsund króna styrk til kaupa á áhöldum til sund- og frjálsíþróttaþjálfunar.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is