Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2007 11:30

Íbúar Vesturlands þurfa að sækja tollafgreiðslu til Reykjavíkur

Þeir íbúar á Vesturlandi sem flytja til og frá landinu vörur á eigin vegum þurfa nú að fara til Reykjavíkur með út- og innflutningsskýrslur sína eftir að breytingar á skipan tollumdæma tóku gildi um áramótin. Þá fækkaði tollumdæmum landsins úr 26 í 8 og til varð Suðvesturlandsumdæmi. Nær það yfir svæði sem áður heyrði undir sýslumennina á Akrnaesi, Borgarnesi, Stykkishólmi og í Búðardal. Hið nýja umdæmi heyrir undir tollstjórann í Reykjavík.

 

 

 

Af þeim breytingum sem þetta nýja skipulag hefur í för með sér má nefna að tollafgreiðsla skipa í Grundartangahöfn sem áður var sinnt af sýslumannsembættinu í Borgarnesi verður nú sinnt með tollvörðum úr Reykjavík.

 

Ólafur Hauksson sýslumaður á Akranesi segir þessum breytingum ætlað að ná fram aukinni sérþekkingu, samhæfingu og sveigjanleika í starfsemi tollayfirvalda og um leið að tryggja samræmda túlkun og beitingu reglna. Hann segir þessar breytingar ekki hafa mikla röskun í för með sér og nefnir í því sambandi að stærstur hluti þeirra sem flytja inn vörur, bæði almenningur og fyrirtæki, notist í dag við þjónustu tollmiðlara sem sjái um alla skýrslugerð vegna innflutning. Með breytingunni sé því í raun verið að bregðast við þróun tímans. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is