Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. janúar. 2007 07:36

Enginn undir áhrifum fyrstu viku ársins

Um síðustu áramót sameinaðist lögregluumdæmi Borgarfjarðar umdæminu í Búðardal og er því starfssvæði lögreglunnar orðið æði umfangsmikið og víðfeðmt. Síðastliðin vika var róleg samkvæmt upplýsingum lögreglunnar og ánægjulegustu tíðindin voru þau að í fyrsta skipti í langan tíma var enginn tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæminu. Vonandi er það forsmekkurinn að góðu nýju ári í þeim efnum.

 

Engu að síður voru framin 75 umferðalagabrot sem flest voru vegna hraðaksturs en talsvert var líka um óskoðaða bíla sem hafa þurfti afskipti af.

 

Lögreglan gefur eigendum 7 daga frest til þess að kippa því í liðinn, ella er númeraplata klippt af. Sex umferðaróhöpp áttu sér stað og í öllum tilvikum var um bílveltur að ræða. Flytja þurfti einn á sjúkrahús vegna áverka sem hann hlaut í bílveltu, en slysið átti sér stað í Laxárdal í Dölum.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is