Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. janúar. 2007 10:38

Afköst Sementsverksmiðjunnar aukin verulega

Á næstu mánuðum mun stjórn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi taka ákvörðun um hvort ráðist verði í breytingar á verksmiðju félagsins sem auka munu framleiðslugetu hennar um allt að 50%. Að sögn Gunnars H. Sigurðssonar framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar hefur undirbúningsvinna staðið yfir að undanförnu í samvinnu við danskan framleiðenda búnaðar verksmiðjunnar. Kostnaður verður um 150 milljónir króna og starfsmönnum fjölgar um sex.

 

 

 

Á síðasta ári voru framleidd um 140 þúsund tonn af sementi í verksmiðjunni og miðast hugmyndir nú við að auka framleiðslugetu hennar í yfir 200 þúsund tonn á ári. Verði af framleiðsluaukningu í verksmiðjunni munu framkvæmdir við breytingar taka um 10 mánuði og reiknað er með að kostnaðurinn verði um 150 milljónir króna. Verði af framkvæmdum gæti þeim því verið lokið næsta vor. Þá verður framkvæmdum hagað á þann veg að ekki komi til framleiðslustöðvunar hjá verksmiðjunni enda eftirspurn mikil að sögn Gunnars.

 

Ekki er um eiginlega stækkun verksmiðjunnar að ræða heldur aukningu á afköstum núverandi búnaðar. Stærsta breytingin felst í stækkun á rafsíu við brennsluofn verksmiðjunnar og við það er talið að rykmagn í útblæstri verksmiðjunnar lækki um tvo þriðju eða úr 100 millgrömmum á normalrúmmeter í 30 milligrömm.

 

Gunnar segir að stöðug aukning hafi verið í sölu sements á undanförnum árum í réttu hlutfalli við aukna þenslu í íslensku efnahagslífi og markmiðið með framleiðsluaukningunni sé að tryggja byggingariðnaðinum nægt framboð af sementi. Mikil eftirspurn eftir sementi víða í Evrópu hafi að undanförnu leitt til verðhækkana. Og nefnir hann í því sambandi að sementsverð hafi hækkað um 25% í Danmörku á einu ári og það sé tvöfalt meiri hækkun en orðið hefur á íslensku sementi á sama tímabili.

 

Starfsmenn Sementsverksmiðjunnar eru í dag 44 að tölu en verða um 50 ef ráðist verður í þessar breytingar.

 

Strompur Sementsverksmiðjunnar er helsta kennileitið á Akranesi og útblástur hans veðurviti margra. Gunnar segir að þrátt fyrir að rykmagn í útblæstri muni minnka umtalsvert við fyrirhugaðar breytingar verði engin breyting á útblæstrinum sjálfum enda er hann að mestu vatnsgufa sem áfram mun berast um strompinn.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is